Komið þið sæl,
ég fór að skoða umræður á vefnum barnaland.is í gær en vefurinn er undir vef Morgunblaðsins. Eftir nokkra skoðun á umræðunum tel ég að þær séu af því tagi að jafnvel varði við lög. Þarna má finna mjög klámfengna og dónalega umræðu, einelti ásamt fleiru sem ég tel mikilvægt að sé kannað sé hvort sé innan ramma íslenskra laga. Allavega sæmir þetta umræðusvæði á Barnalandi ekki þeim börnum sem þarna vista vefsíður sínar né heldur foreldrum þeirra. Á sama tíma finnst mér þetta efni enganvegin geta fallið undir það sem Morgunblaðið gæti kært sig um að vista á sínum vef.
Siðferðilega er ómögulegt að horfa uppá umræðu af þessu tagi á vef sem sérstaklega hefur verið hannaður fyrir vefsíður barna og ætlaður foreldrum. Þangað fara börn að skoða vefsíður sínar eða félaga sinna og því óásættanlegt að á sama svæði séu umræður sem engan vegin eiga heima í nágrenni við börn.
Ísland hefur verið þátttakandi í aðgerðum um örugga netnotkun barna, við verðum að bera ábyrgð á því að á svæði ætluðu þeim sé ekki efni af því tagi sem má finna á umræðum á barnaland.is. Undirrituð hef starfað að hagnýtingu upplýsingatækni í námi og skólastarfi frá árinu 1988, ég hef unnið að netverkefnum barna bæði innanlands og á alþjóðlegum vettvangi. Umræður á barnaland.is er algerlega út úr kortinu á sama vef og börn eru að vista efnið sitt, hafa gestabækur sínar, setja inn myndir af sér og skrifa dagbókarfærslur annaðhvort sjálf eða foreldrar skrifa þær fyrir þau.
Ég fer því á leit við ykkur sem ég rita þetta bréf að þið skoðið af alvöru þetta mál og leitist við að grípa til aðgerða sem hindra þetta umhverfi um vefi barnanna. Ég hef fulla trú á því þegar vakin hefur verið athygli á málinu að þessu linni og óska þess að þið grípið til þeirra aðgerða sem eðlilegt má telja í samræmi við það efni sem þarna má finna.
Álit (112)
Ef að þú telur þig vera að vernda börnin fyrir einhverju, þá held ég að þú sért á rangri leið. Ef að BL er það skaðlegasta sem að þau komast í á netinu, þá mundi ég ekki hafa miklar áhyggjur. Finnst þetta gríðarleg og jafnframt óþörf afskiptasem í þér.
Þriðjudagur 30. ágúst 2005 kl. 16:07
Ég sendi á sínum tíma bréf til þeirra sem þú hefur nú sent bréf til, eða þeirra sem standa að barnalandi.is, til Morgunblaðsins, Fréttablaðsins o.fl.
Ég fékk svar frá starfsmanni Morgunblaðsins þar sem hann sagði að mjög vel væri fylgst með öllu sem skrifað væri á barnalandi.is. og gerði síðan ekkert meir, en fékk þó í gegn bréf sem Fréttablaðið birti, en það dugði ekki til.
Ástæða þess að ég gerði þetta á þessum tíma, var að það voru mjög heitar umræður um vissa þjóðflokka, trúarbrögð, litarhátt, menningu, sem sagt rasismi í sinni verstu mynd. Ég vísaði meðal annars í úrdrátt úr lögum þar sem stendur að óleyfilegt sé að stuðla að hvers konar áróðri sem stuðlar að rasisma, man ekki alveg hvernig þetta var orðað, en þetta varðaði alla vega við lög.
Vona að þér verði betur ágengt,
Kveðja
Þriðjudagur 30. ágúst 2005 kl. 16:12
Spurning að þræða alla lifandi spjallvefi og klaga þá, það gengur ekki að fólk geti talað um það sem það vill.
Þriðjudagur 30. ágúst 2005 kl. 16:15
Ég er alveg sammála þér "BL kona" að börn geta komist í verra en þetta. Hinsvegar er þetta vefur fyrir börn og nóg af plássi á netinu fyrir tal af því tagi sem þið eruð með. Af hverju í ósköpunum finnið þið ykkur ekki farveg annarsstaðar?
Þriðjudagur 30. ágúst 2005 kl. 16:17
Hvað er þetta með barnalandskonur (og/eða -menn) að geta aldrei sett nafnið sitt við skoðanir sínar? Skammast þær svo mikið fyrir þessar skoðanir eða eru þær svona voðalega hræddar við persónulegan aðsúg... jú ætli það sé ekki það, miðað við hvernig umræðan er yfirleitt þarna inni.
Ágætt bréf annars hjá þér Lára.
Þriðjudagur 30. ágúst 2005 kl. 16:17
Ég er mikill netnotandi og á barnalandi sérðu bara þverskurðinn af samfélaginu.
Mikið af því fólki sem þar skrifar eru bara venjulegar manneskjur eins og ég og þú, en inn á milli eru rotin epli.
Þannig er það líka í raunveruleikanum.
Ég skil ekki þetta fjaðrafok hjá þér og viðkvæmni. Ég stórlega efast um að börn og unglingar nenni að fylgjast með og lesa umræðurnar inni á barnalandi, enda geta þær ekki verið spennandi fyrir þann aldurshóp.
Ertu búin að kynna þér aðra spjallvefi á netinu s.s. hugi.is og malefnin.com ? Á Huga eru mest megnis unglingar og börn að spjalla og þar eru oft heitar umræður. Á malefnin.com eru líka oft heitar umræður. Það er eðli spjallvefja að þangað komi inn fólk af öllum stærðum og gerðum og tjái sig í skjóli nafnleyndar og þess vegna lætur fólk ýmislegt flakka sem það myndi ekki gera í hinu raunverulega lífi undir nafni.
Ég tek undir orð BL konu, ef þú telur að Barnaland flokkist undir skaðlegt efni á netinu fyrir börn og unglinga þá ertu svo sannarlega ekki vel upplýst um hvað er að finna á netinu og hversu auðvelt er að skomast í efni sem ekki hæfir börnum. Nefni t.d. síður eins og www.b2.is og www.tilveran.is þar sem klám er mjög aðgengilegt fyrir börn og unglinga og eru þetta meðal vinsælustu vefsíðna sem börn og unglingar heimsækja. Kynntu þér það, og farðu í herferð gegn því sem raunverulega skiptir máli, þá færðu alveg örugglega stuðning margra mæðra af barnalandi.
Þriðjudagur 30. ágúst 2005 kl. 16:20
Já Valdís mér sýnist það, þetta er hefðbundið spjall sem komið er út í algert hömluleysi sem yfirleitt fylgir þeim sem koma ekki fram undir nafni. Mér sýnist það líka hefðin á spjallinu á barnaland.is
Hinsvegar er ágætt spjall þarna inn á milli og efni vefsins sjálfs margt ágætt.
Mér finnst hinsvegar ótrúlegt að menn séu ekki komnir lengra í netmálum en að vera með nafnlaust spjall af þessu tagi á vef þar sem barnasíður eru vistaðar og er sérstaklega tengdur foreldrahlutverkinu.
Þriðjudagur 30. ágúst 2005 kl. 16:21
Það er margbúið að taka það fram að þráðurinn sem mesta umferðin fer um, heitir "annað". Semsagt ekki um börn eða meðgöngu, þó að vefurinn heiti barnaland.is Fólk má líka hittast á þessum vettvangi og ræða allt mili himins og jarðar, þó að um forledra sé að ræða. Ekki er allt máelfnalegt á "málefnin.com"? Þetta eru bara hártoganir og ekkert annað - og jú, afskiptasemi.
Þriðjudagur 30. ágúst 2005 kl. 16:21
Tuula, þetta stemmir við menningarbraginn eins og hann kemur mér fyrir sjónir. Þarna ríkir algert hömluleysi hjá ákveðnum hópi en aðrir eru auðvitað eins og alltaf er algerlega í samhengi við eðli vefsins.
Þriðjudagur 30. ágúst 2005 kl. 16:23
ok, gott mál, ég er BL kona sem setur nafn sitt við skoðun sína.
Lára, ertu á leið í áframhaldandi pólitík og vantar stökkpall til að koma þér á framfæri? Varðandi kommentið "Eftir nokkra skoðun á umræðunum tel ég að þær séu af því tagi að jafnvel varði við lög" er jú aðeins eitt að segja. Lögin sem vernda okkur á BL eru augljós. Stundum þurfa bara sjálfskipaðir dómarar eins og þú að benda á augljósar staðreyndir sem er gott mál fyrir okkur sem metum ritfrelsi og tjáningarfrelsi mikils. Takk fyrir að auglýsa síðuna okkar ennþá frekar, núna bætast bara fleiri jákvæðar konur við okkar annars jákvæða og góða hóp.
Þriðjudagur 30. ágúst 2005 kl. 16:24
En það gleymist allt þetta góða sem gerist á barnalandi.
Ein þarna kommentar um að umræður hafi verið um rasisma, ég veit ekki betur en að lang flestir sem tóku þátt í þeirri umræðu hafi einmitt reynt að berja niður rasismann hjá þessum örfáu sem héldu því fram.
Ekki dæma alla hjörðina af nokkrum svörtum sauðum.
Vissir þú Lára að konur á Barnalandi hafa 2svar komið í veg fyrir sjálfsvíg kvenna sem komu þangað inn og leituðu sér hjálpar þar? Lögreglan fann aðra konuna í tæka tíð eftir að hafa verið tilkynnt um það héðan af barnalandi og hin var töluð ofan af því að fyrirfara sér og nokkrar konur af barnalandi heimsóttu hana daginn eftir og hafa fylgt henni eftir!!!!
Það eru ekki bara slæmir hlutir sem gerast þarna, þótt sumt mætti að sjálfsögðu betur fara, þá er sem betur fer meirihlutinn þarna gott fólk.
Þriðjudagur 30. ágúst 2005 kl. 16:25
Jú jú ég þekki umræðu af þessu tagi á öðrum vefum, reyndar þekki ég líka miklu verri umræðu og verri mál á netinu en ég sé svosem ekki að það sem er að gerast á Barnalandi verði neitt betra fyrir það. Ég er gallhörð á því að vefur sem heitir Barnaland og er fyrir vefsíður barna og umræður foreldra, væntanlega þá um það hlutverk í lífinu, á ekki að vera af því tagi sem þarna er. Ég hreinlega skil ekki af hverju þið finnið ykkur ekki annað vefsvæði fyrir svona tal.
Þriðjudagur 30. ágúst 2005 kl. 16:25
"Þarna má finna mjög klámfengna og dónalega umræðu, einelti ásamt fleiru sem ég tel mikilvægt að sé kannað sé hvort sé innan ramma íslenskra laga"
Mér þætti vænt um að þú myndir benda mér á þessa klámfengnu dónalegu umræðu og einnig á einelti sem er víst stundað á barnalandi af krafti.
Hefði talið að sæmilega vel greind og upplýst kona eins og þú viti að maður dæmir ekki af fyrstu kynnum. Væri ekki nær að skoða vefinn almennilega? Reyna að kynnast notendum og virkilega lesa umræðurnar? Leiðindin sem stundum skapast þegar margir af ólíkum aldri og bakgruni koma saman heyri frekar til undnatekninga en hitt og því væri þér nær að virkilega vita um hvað þú ert að tala þegar þú ritar svona bréf!
Kveðja
Sandra
Þriðjudagur 30. ágúst 2005 kl. 16:28
Maggý, nei ég er ekki á leið í neinn pólitískan slag og reyndar hef ég ekki hugmynd um hvort bréfið mitt sé nokkuð sem hentar til að skapa sér vinsældir í kosningabaráttu ef ég á að segja eins og er. Ég hef hinsvegar verið mikill baráttumaður fyrir netnotkun barna. Þegar hinsvegar menn finna að svæði þar sem vefir barna eru geymdir eru af því tagi sem Barnaland er orðið þá verður það einungis til þess að menn leyfa börnum síður að fara þangað t.d. í kennslu og öðru.
Ég er hlynnt því að menn geti verið með skoðanaskipti á netinu, jafnvel þó sumt af því tali henti mér ekki þá hentar það öðrum. Eina skoðunin sem ég hef lýst er að ég tel umræðuna ekki henta umhverfi sem er fyrir börn og um börn og foreldra.
Svo er ég ekkert viss um að frægð mín sé svo merkileg að það hjálpi til að auka frægð Barnalands. Ég er allavega viss um að Barnaland er frægari en ég og þarf ekki á mér að halda við kynningar;-)
Þriðjudagur 30. ágúst 2005 kl. 16:30
Bíddu nú við, viltu semsagt að reka okkur af spjallsvæðinu af því vefurinn heitir ekki eitthvað sem þér þóknast ?
Hérna er hjálmur til þín, lemdu bara hausnum áfram við steininn - ég er farin, hætt.
Þriðjudagur 30. ágúst 2005 kl. 16:31
Ég verð að segja þér að ég er sammála þér að mörgu leyti Lára. Ég er barnalandskona og mér blöskrar oft hvernig er látið þarna inni, en þá hef ég bara sleppt því að lesa þær umræður.
En ég vil líka segja þér að ef þú færð dómsmálaráðuneytið til að gera eitthvað í þessu þá tek ég ofan fyrir þér.
Sjálf hef ég ásamt mörgum öðrum reynt að ná sambandi við dómsmálaráðuneytið, þó ekki út af spjallvef, og það málefni var mun brýnna en spjallvefurinn barnaland.is, en ekki frekar en fyrri daginn gerði dómsmálaráðuneytið nokkuð í því málefni.
Svo ég tek ofan af fyrir þér ef þú færð þau í dómsmálaráðuneytinu til að skipta sér af spjallvef.
Þriðjudagur 30. ágúst 2005 kl. 16:31
Margrét, ég gleymi ekki góðu umræðunni, og ég hef áður sagt og segi aftur - hún er góð og mikilvæg. Umræðusvæði fyrir konur af hvaða tagi sem þær eru er gott og ég er afar hlynnt því. Getið þið ekki fundið ykkur annan stað?
Þriðjudagur 30. ágúst 2005 kl. 16:32
Sandra, ég held að það sé skilgreiningaratriði hvað fólki finnst um dónaskap og klám. Sumir hafa hærri þröskuld varðandi þau mál en aðrir. Þar sem ég hef unnið við netþjónustur þekki ég nokkur af þeim kærumálum sem hafa gengið á því sviði og ég hef auðvitað séð margt verra en á Barnalandi. Enda hefði ég ekki gert neina athugasemd við þetta spjall - ef það hefði verið annarsstaðar.
Þriðjudagur 30. ágúst 2005 kl. 16:33
"...Ég er gallhörð á því að vefur sem heitir Barnaland og er fyrir vefsíður barna og umræður foreldra, væntanlega þá um það hlutverk í lífinu, á ekki að vera af því tagi sem þarna er. Ég hreinlega skil ekki af hverju þið finnið ykkur ekki annað vefsvæði fyrir svona tal."
Afhverju mega konur ekki tala um hvað sem er þarna undir "annað"???
Það er þarna spjallþráður sem heitir "barnið" og þar er hægt að ræða um börnin okkar, annar þráður sem heitir "meðgangan" og þar fara konur sem vilja spjalla um meðgönguna og svo "annað" en það er fyrir ALLT ANNAÐ SPJALL.
Hvað er það þitt að dæma hvað er rætt hvar????
Þriðjudagur 30. ágúst 2005 kl. 16:33
Lára,
Ég held að þú sért bara ekki búin að kynna þér Barnaland nægilega vel til að geta dregið þær ályktanir sem þú setur fram. Þú ert áhorfandi og hefur e.t.v. heyrt hneykslissögur frá kunningjum þínum um barnaland.is og lesið nokkra pósta frá einstaklingum sem flokkast undir rotnu eplin, en þú gleymir að nefna alla þá góðu og málefnalegu umræður sem þarna fara fram.
Barnaland fór líklega af stað upphaflega með þessa hugsjón að vera spjallvefur fyrir foreldra um börn og uppeldi, en hefur svo þróast út í að vera almennur spjallvefur um lífið og tilveruna.
Ég er ekki manneskja sem tek þátt í skítköstum á netinu, ég er kurteis að eðlisfari en hef gaman af því að rökræða hlutina. Á barnalandi þá leiði ég hjá mér umræður sem eru komnar út í hött, þar eru líka umræður sem skjóta yfir markið tilkynntar af notendum og teknar út. Ég hef gaman af umræðunum á Barnalandi og kíki þar daglega, auk þess sem þetta er líklega stærsta KOLAPORT landsins og gaman að fylgjast með smáauglýsingunum þar og gera góð kaup og selja líka sjálfur ef þannig ber undir.
Mér finnst þú setja þig á ansi háan hest án þess að vera búin að kynna þér betur málin. Þú kynnist ekki barnalandi á því að lesa yfir nokkra pósta, þú þarft að próf að taka þátt í umræðunum og vera virk þar í nokkrar vikur áður en þú getur dæmt um vefinn.
Þriðjudagur 30. ágúst 2005 kl. 16:35
Undanfarna mánuði hefur maður heyrt svona "barnalandsskjálfta" hér og þar. Þar á undan var feminskjálfti " og svo mætti lengi telja.
Það vill svo undarlega til að það er alltaf einhver hópur sem stundar ákveðna vefi sem eru þessir "svörtu sauðir", nú virðist svæsnasta dæmið vera barnaland.is. Það er kannski sérstaklega slæmt þar sem vefurinn á að sigla undir merkjum barna, uppeldis og foreldrahlutverksins.
Ef ég væri í leit að skynsamlegum umræðum, tala nú ekki um ráðum, um uppeldisaðferðir og þess háttar myndi ég leita annað.
Já og eins og hér má sjá fer lítið fram hjá þeim:
http://barnaland.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=2539887&advtype=52
Þriðjudagur 30. ágúst 2005 kl. 16:35
Gleymdi að bæta því við að ég þekki EKKERT barn sem stundar barnaland, og þekki ég ansi mörg þar sem ég hef unnið mikið með börnum????
Þriðjudagur 30. ágúst 2005 kl. 16:36
Lára
Barnaland er ekki netspjall eða vefsíða fyrir börn heldur fyrir foreldra til að koma saman og ræða allt á milli himins og jarðar.
Tel ég það ansi hæpið að börn og unglingar sækist í það að skoða barnaland.is bara því það heitir barnaland.is frekar fara þau eins og bent var á huga.is eða b2.is þar sem tildæmis hægt er að nálgast klámefni.
Get ekki ímyndað mér að börn hafi nokkurn áhuga né tíma til að liggja yfir umræðum á barnalandi!
Kveðja
Sandra
Þriðjudagur 30. ágúst 2005 kl. 16:38
Kæra "hissa", það er ekki mitt að beina ykkur á umræðuvef sem hentar ykkur. Ég er viss um að þið finnið hann. Þessi umræða og þetta innihald getur ekki farið saman í mínum huga. Hinsvegar er það ekki mitt að banna eða annað, ég get einungis skrifað bréf og sagt hvað mér finnst en það er síðan annarra að meta það sjálfir hvort ég er barasta pempíuleg eða hvort skilningur annarra er sá sami og minn. Ég treysti því að þeir sem ég skrifaði bréfið geti metið málið jafnvel ef ekki betur heldur en ég.
Þriðjudagur 30. ágúst 2005 kl. 16:38
Mér finnst þetta vera bara þröngsýni og hártoganir hjá þér Lára. Sé ekki að það sé þitt að ákveða um hvað við tölum og hvar. Við erum ánægðar með þennan vettvang og höldum okkur við hann og tölum um það sem við viljum.
Mér finnst þetta bara vera frekar hallærislegt hjá þér allt saman.
Þriðjudagur 30. ágúst 2005 kl. 16:38
Ég get ekki skilið þessa fanatík að krefjast þess að fólk komi fram undir nafni... Þetta viðhorf lýsir bara skilningsleysi gagnvart þeim sem kjósa að ræða viðkvæm mál án þess að allir viti hverjar þær eru.
Líklega væru umræðurnar stilltari ef allir væru þvingaðir til að skrifa undir fullu nafni, það myndi líka valda því að mörg þörf málefni yrðu aldrei rædd, sjálfsvíg, fordómar, sjúkdómar og margt fleira sem hefur komið svo mörgum til góða að geta lesið um reynslu annara af.
Ég tek það fram að ég kem sjálf fram undir nafni á vefnum, en ég skal verja rétt annarra til nafnleysis með kjafti og klóm!
Þú talar um að vefur sem heitir barnaland og er fyrir umræður foreldra eigi ekki að vera af "þessu" tagi og talar um að við ættum að finna annað vefsvæði fyrir "svona" tal... Væri þér semsagt sama ef vefurinn héti eitthvað annað? Eru þetta hátoganir út af nafninu barnaland.is?
Verður þetta stóryrta kvörtunarbréf til hæstu herra þessa lands ekki hálf hjákátlegt í því ljósi?
Þriðjudagur 30. ágúst 2005 kl. 16:40
Bíddu nú við Lára!! Undan hvaða steini ert þú að skríða núna 5 árum síðar??? Ég bara spyr. Við erum MARGAR sem stundum BL mikið og búnar að gera frá því að vefurinn var stofnaður, og ef ég tala bara fyrir mitt leiti þá getur þú bara lofað mér að stunda þennan vef í friði og verið einhversstaðar annarsstaðar ef málefnin á umræðunni eru eitthvað að fara fyrir brjóstið á þér. Ég veti ekki til þess að nokkur af okkur hafi óskað eftir þinni aðstoð til að gera BL að "betri" vef. Kveðja Oddný.
Þriðjudagur 30. ágúst 2005 kl. 16:40
He, he, Tryggvi, já við höfum séð líklega fleiri dæmi um undarlega hluti á netinu en við kærum okkur um að muna. Kannski á maður ekki að segja neitt, það er líklega friðsældarlíf, en stundum finnst mér of langt gengið.
Ég skil einfaldlega ekki af hverju fólk þarf að fara yfir mörkin. Eins og margt ágætt fólk af Barnalandi hefur bent á þá er þar margt mjög gott, annað er einfaldlega bara skemmdarstarfsemi á því góða starfi.
Þriðjudagur 30. ágúst 2005 kl. 16:43
Kæra Inga, ég ákveð hvorki eitt né neitt það hlýtur öllum að vera ljóst. Mér finnst - og því skrifa ég bréf. Ég hef engin þau völd sem gera mér kleift að gera nokkurn skapaðan hlut við umræðuna á Barnalandi. Það hlýtur þér þó að vera ljóst. En hinsvegar er ég alveg sammála þér í því að ég get stundum verið fjarska hallærisleg, en ég er ekki viss um að það eigi við þetta mál.
Þriðjudagur 30. ágúst 2005 kl. 16:46
Af hverju ættum við finna okkur annan stað?
Ég t.d. hef verið þarna frá því að vefurinn opnaði og ég get ekki séð af hverju ég ætti að fara þaðan bara því þér finnst að vefurinn heiti ekki nógu góðu nafni eða umræðurnar séu ekki nógu góðar fyrir þig.
Við erum jú á barnalandi en umræðan heitir ANNAÐ, það er einn umræðuflokkur sem kallast BÖRN og þar er rætt um börn, svo kallast þriðji flokkurinn MEÐGANGAN og þar er þá fjallað um meðgöngu og hluti tengda henni.
ANNAÐ umræðuflokkurinn er semsagt fyrir ANNAÐ, ekki fyrir umræður um börn (þó þær slæðist vissulega með) og ekki fyrir umræður um megöngu (en auðvitað koma stundum spurningar tengdar henni). Í annað er oft gott að geta pústað yfir amstri dagsins, komið með spurningar sem tengjast mismunandi hlutum t.d. kynlífi (þannig verða nú börnin til) veikindum eða einhverju allt öðru, sett inn brandara, komið með umræðu um heimsmálin, veðrið eða bara allt það sem manni dettur í hug. Vissulega verða oft hörð skoðanaskipti þarna en fólk hlýtur að geta staðið á sínu máli og rökrætt.
Það gerist stundum að umræða snýst í óþarfa leiðindi en þá er hún oftast tilkynnt og tekin út af vefstjóra, efast um að þú hafir verið búin að kynna þér þann möguleika.
Það að þú sért að leggja þinn dóm yfir það að þetta séu ekki "nógu góð" umræðuefni finnst bara lýsa þér best, þú ert að setja þig í eitthvað dómarasæti og þykist greinilega yfir okkur hafin.
Það er greinilegt að þú hefur ekki kynnt þér barnaland mikið þar sem þú ert alveg föst í því að þetta sé vefur fyrir börn, þú veist ósköp vel að svo er ekki en það kemur sér betur fyrir því að halda fram þessu "barnavefsdæmi"
Þriðjudagur 30. ágúst 2005 kl. 16:47
"Ég skil einfaldlega ekki af hverju fólk þarf að fara yfir mörkin"
Hvað mörk Lára? Mörkin sem þú ert búin að setja þér því þú ert samnefnarinn sem á að fara eftir?
Hátt hreykir.....
Þriðjudagur 30. ágúst 2005 kl. 16:48
Sæl Lára, ég er dáldið mikið á vefnum en legg nú ekki mikið til málanna, en þó einstaka sinnum.
Þarna á vefnum er eðilegt fólk sem talar um tippi, píku og sé ég ekkert skammarlegt við það.
Ég er ein af þeim sem er bæld tilfinningalega en þarna get ég komið fram nafnleynt spurt eða tekið þátt í umræðum sem ég get ekki talað um við manninn minn eða foreldra og geri það nafnleynt svo að mín fjölskylda sé ekki að lesa mín skrif því ég gæti ekki verið öðruvísi en þau, þú kannski skilur þetta ekki, (nema þú sért eins og mín fjölskylda, þar sem ekki er talað um kynlíf eða því sem fylgir því) en ég tel að þú sért að gera þig að aðhlátursefni með að ráðast á þennan vef en ekki aðra sem eru mun svæsnari og börn komast í.
Notendur á Barnalandi geta tekið umræðu úr birtingu ef nógu margar ýta á "Tilkynna" þá les vefstjóri umræðuna og setur hana inn aftur ef hann sér ekkert athugarvert við hana, þú ættir að skrá þig á Barnaland og einmitt þá að nota þennan hnapp ef þér mislíkar eitthvað. Ég efast um að þú vissir um þennan hnapp eða til hvers hann er notaður, það er annað en á þinni síðu eða öðrum ef einhverjum myndi mislíka þín skrif þá getur manneskjan EKKERT gert í því, því þú ert alsráðandi, en það ríkir þó hálf lýðræði á Barnalandi.
Þriðjudagur 30. ágúst 2005 kl. 16:48
Ég verð bara að bæta því við að mér finnst ummæli þín og svör sýna hroka þinn og þröngsýni. Þú telur þig yfir okkur hafin og finnst ekki nógu smart hvað við tölum um og hvar. Ef þú ert ekki að fíla þetta þá bara sleppirðu því að lesa það og gerir eitthvað annað, skrifar bréf eða eitthvað. Ég er svo hneyksluð núna að ég er eiginlega bara orðlaus og ekki fær um að segja mikið af viti
Þriðjudagur 30. ágúst 2005 kl. 16:49
Kæra "Kona", neibbs ég hef ekki heyrt neinn tala um umræður á Barnalandi, renndi yfir þær fyrst í gær. Auðvitað er það rétt að ég þekki umræðurnar ekki til hlítar en ég er hinsvegar fullviss um að þarna er margt gott skrifað og margt gott fólk. Hinsvegar leyfist mönnum ekki að ganga endalaust út fyrir siðferðileg mörk gagnvart öðru fólki á vef þar sem hefur börn og foreldrahlutverkið að markmiði.
Þriðjudagur 30. ágúst 2005 kl. 16:50
Sæl Lára,
má ég spyrja, áttu börn og vistar þú þínar síður á barnalandi ?
Þriðjudagur 30. ágúst 2005 kl. 16:51
má þá bara tala um láru á vef sem heitir lára.is?
Þriðjudagur 30. ágúst 2005 kl. 16:51
Sæl Lára
Langaði að kommenta á þig það sem ég kommentaði á umræðuna um þetta mál á barnalandi.is :)
"Jeminnn eini!
Ég segi eins og Aniston að ef barnaland er það versta sem að börn nú til dags komast í á netinu og það þarf að aðvara alla við þá bara THANK GOD! ;)
Og Lára elsku dúllan mín ef þú ert að lesa þá vil ég endilega minna þig á það AÐ barnaland.is er ekki vefur FYRIR börn heldur FYRIR foreldra! Og ef þú kannski veist það ekki þá eru foreldrar líka manneskjur sem geta talað um kynlíf og já jafnvel rifist á netinu, nema þú sért ein af þeim sem fékkst geislabaug og vængi þegar þú eignaðist þín börn þá tel ég þig líka mannlega eins og okkur hin hérna!
Jújú það læðist hingað inn misgáfaður pappír en við vitum að svoleiðis fólk finnst líka í þjóðfélaginu frá degi til dags!
Ég vona að það verði ekki hlegið hátt að þér þegar klögumál þín berast á borð þeirra sem þú "aðvaraðir" við þessum sora vef!"
Spurning: Ef að vefurinn héti www.foreldrar.is eða www.foreldraland.is má þá tala um daglega og MANNlega hluti eða bara brjóstamjólk og bleyjur því að foreldrar eiga börn?
Er bara orðin ringluð :)
Geitin
Þriðjudagur 30. ágúst 2005 kl. 16:52
Lára, mér finnst leitt að þú skulir ekki hafa séð allar góðu, málefnalegu og skemmtilegu umræðurnar af því þú varst of upptekin af því að lesa þær sem fóru fyrir brjóstið á þér. En það er líka ekki hægt að ætlast til þess að þú hafir séð allar góðu umræðurnar þegar þú rétt renndir yfir umræðurnar í fyrsta sinn í gær.
Prófaðu að vera virkur þátttakandi í viku eða meira og sjáðu þá hvað þér finnst.
Þriðjudagur 30. ágúst 2005 kl. 16:54
Lára, er ekki spurning um að skoða vefinn aðeins betur ?? Okey, ég veit að það hafa komið upp leiðindi þarna, þannig er lífið bara, það koma vandræði en við komumst yfir þau.. Barnaland, hefur hjálpað svo mörgum konum, tala nú ekki um þessar tvær sem var hægt að bjarga frá sjálfsvígi.. Á Barnalandi, finnst hið yndislega fólk, en auðvitað eru manneskjur inná milli sem vilja eyðileggja fyrir öðrum og svoleiðis, það er alltaf hægt að finna svoleiðis fólk í lífinu..
Þetta með klámfengnar og dónalegar umræður og slíkt, tjaa, ég myndi nú aðeins hugsa útí eitt, er þetta perraskapur ?? Er þetta fólk sem misnotar aðra ?? Veistu, nei það er ekki svoleiðis, það er eingöngu verið að tala um dagsdaglega hluti, ég hefði haldið að skólar og annað væru að reyna að opna umræður um kynlíf og slíkt í kynfræðslunni, og auðvitað auka þekkingu unglinga um þetta allt saman.. EN, það sem fer fram á Barnalandi, myndi ég ekki kalla klámfengt, eingöngu verið að ræða dagsdaglega hluti..
Jú okey, við höfum rætt um nauðganir, en er það ekki góðs viti ?? Hvernig væri að einbeita sér að því að fara að opna umræður um það ?? Margar af Barnalandi, hafa lent í slíku, jafnvel sum börnin, við tölum um þetta, af því sumar af okkur eru búnar að fá sig fullsadda af því hvað þetta er lokuð umræða og tja, lítið gert í svona málum hérna..
Rasisma, hef ég nú bara aldrei séð þarna..
Svo myndi ég ekki beint kalla þetta einelti, því þetta eru misjafnar skoðanir, og öll bregðumst við, við ýmsu á misjafnan hátt..
Ég skora á þig að kynnast notendum Barnalands áður en þú ferð að reyna að loka umræðunni.. Þ.e.a.s. ef fólkið á Barnalandi, vill tala við þig, eftir þetta.. Annars eru örugglega margar sem vilja spjalla við þig, t.d. um það sem þú ert að gera núna..
En ég ætla ekki að sóa tímanum mínum í meira röfl, frekar kýs ég að nota tímann minn í tiltekt..;)
En Lára, hugsaðu áður en þú framkvæmir næst..=)
Kv.Björg..
Þriðjudagur 30. ágúst 2005 kl. 16:54
Nei nei, ég er ekkert yfir ykkur hafin það er hárrétt hjá ykkur. Á sama tíma leyfist mér að hafa skoðun á þessum vef, það getið þið ekki bannað mér. Hvað varðar nafnleynd um persónuleg mál þá er ég alveg sammála. Það er mikilvæg umræða, og ég ítreka enn og aftur, ég geri ekki athugasemdir við það að þið talið svona saman stelpur. Ég er einungis að gera athugasemdir við hvaða stað þið veljið ykkur. Svo má vel vera að þeir sem ég skrifaði séu ósammála mér og þá er það bara þannig. Ég lifi það af - eins og ýmislegt annað;-)
Þriðjudagur 30. ágúst 2005 kl. 16:55
Í fyrsta lagi eiga börn ekkert að vera eftirlitslaus á netinu!
Ég á 9 ára son sem hefði engan áhuga né leyfi á að skella sér á umræðuna sæi hann í anda...!!!!!
Umræðu svæðin eru fyrir okkur fullorðna fólkið/foreldrana þó einstaka unglingur slæðist inn á milli þá held ég að það sé ekkert sem unglingar sæju ekki annarstaðar.
Það er orðið slæmt ef fólk má ekki tala eða skemmta sér án þess að það sé einhver sem vill hafa vit fyrir manni.´
Persónlega tek ég aldrei þátt í rifildum sem koma stundum á bl en það er bara e-ð sem ég kýs en lífið væri litbrigðalaust og leiðinlegt ef enginn myndi mega neitt né þora neinu....Leyfum fjölbreytninni að njóta sín það gerir lífið skemmtilegra
Þriðjudagur 30. ágúst 2005 kl. 16:55
" Á sama tíma leyfist mér að hafa skoðun á þessum vef, það getið þið ekki bannað mér."
þú ert ekki bara að hafa skoðun, heldur ertu að senda dómsmálaráðherra, ráðuneytisstjóra dómsmálaráðuneytisins, framkvæmdastjóra Heimilis og skóla, ritstjóra Barnalands og ritstjórn Morgunblaðsins bréf um að þarna fari eitthvað misjanft fram. Þá ertu að "framkvæma" skoðun þína og þá að sjálfsögðu rísum við upp á afturlappirnar. Ég bíð ennþá spennt eftir því að fá nánari útskýringu á hvaða mörk þetta eru sem notendur barnalands fara yfir.
Þriðjudagur 30. ágúst 2005 kl. 16:58
http://www.leit.is/thjonsla/go.aspx?url=http://www.barnaland.is&mid=5
Ég veit ekki hvort ykkur finnst þetta ekki klámfengið og dónalegt, en það finnst mér alla vega.
Og það sem er málið að þetta heitir Barnaland.is, og þó að þar sé umræða sem heitir "annað", þá er þetta óneitanlega tengt börnum. Myndi ætla að börn færu þarna inn - börn fara á barnaland.is.
Myndi ekki vilja láta mín börn lesa þetta sem er á þessum link.
Þriðjudagur 30. ágúst 2005 kl. 16:58
Fyrirgefðu tuula ef ég skil þig ekki, en "snuð og Tannþroski" hvernig færð þú klám úr því?
Þriðjudagur 30. ágúst 2005 kl. 17:04
Hmmm.... "tuula", þarna hefur eitthvað mislukkast hjá þér. Ég sé allavegana bara forsíðuna á barnalandi og þó að umræðan sé oft svæsin, þá er forsíðan ekkert sem ég myndi setja út á...
Þriðjudagur 30. ágúst 2005 kl. 17:04
Lára, ég styð þig 100% í þessum málefnum.
Kv.
TRT
Þriðjudagur 30. ágúst 2005 kl. 17:07
Og til að bæta við hvernig er hægt að hlaupa upp til handa og fóta og senda öllum bréf um umræðuvef sem viðkomandi hefur varla kynnt sér bara rétt þefað af og dæmt strax eins gott að dómarar landsins afgreiði ekki öll mál svona æ þessi er með eyrnalokk í vörinni og tattú beint í grjótið..........
Þriðjudagur 30. ágúst 2005 kl. 17:07
Ég kíkti aftur inn á barnalandið fræga til að leita að góðu næs greinunum sem að sögn er þar að finna í haugum. En ég er sennilega jafn "þurrkuntuleg" (tilvitnun af fyrrnefndum spjallvef, ein af þeim skárri) og þú; Ógeðið þvælist svo fyrir mér að ég verð að hafa mig alla við til að ná að stikla milli hinnar kærleiksríku peppandi greina sem þarna ku vera að finna.
Hvað segirðu t.d. um þetta:
Kruzlan | 21. ágúst '05, kl: 02:06:14
SV: ALGJÖRLEGA OFF
ó mæ god...það sem þið hafið lent í er geðveikt.....ég er búin að strappa á mig pampersbleyjuna til að ég pissi ekki aftur á mig af hlátri.......rofl
Skoðaðu síðuna http://dagmommurnar.barnaland.is/
eða
Kruzlan | 30. ágúst '05, kl: 00:10:35
SV: Hefur verið haldið framhja þér?
já og það var ekki gaman...
fyrst tók kærastinn minn eina akureyska
svo þegar hann var orðinn barnsfaðir minn þá fór hann uppá 15 ára litlu systur mína
og svo tók sá næsti sig til og skreið uppá fv bestu vinkonu mína....
mjög huggulegt....djö maður
Skoðaðu síðuna http://dagmommurnar.barnaland.is/
eða
Kruzlan | 29. ágúst '05, kl: 23:25:53 | Alls sótt: 253
KARLMENN...KARLMENN hvar eruð þið!!
endilega bara karlmenn svari fyrir þær konur sem þrjöskast samt
við að leita að karlmanni eftir "algjörlega off " umræðuna
Mundir þú setja barnið þitt á dagheimili þessarar konu, sem hún auglýsir jafnan í bréffæti? (Hirði ekki um hvort hún heitir Sirrý eða Jóhanna ...) Eða höfum við, Lára mín, bara svona afdankaðar hugmyndir um dagmæður?
BOBA sú sem jesúsaði sig einna mest yfir þeirri ósvinnu að þunglynd kona, eins og ég, kæmi nálægt "börnunum okkar" er 21 eins árs stelpa sem vinnur á leikskóla og er stuðningsaðili fyrir fatlað barn. Myndir þú vilja að barnið þitt væri að einhverju leyti alið upp af konu með 18. aldar viðhorf í garð geðrænna sjúkdóma?
Hve stór hluti hinna orðljótu kella á barnalandi eru frústreraðar dagmömmur og leikskólafólk? (Og má svoleiðis fólk tjá sig á barnalandi, miðað við trúnaðarskjöl sem það skrifar undir og allan trúnaðinn sem þeir hinir energískari skrifarar hafa básúnað?)
Ég er auðvitað guðsfegin að mín börn dvöldu á góðum leikskólum þar sem staffið hékk ekki í tölvunum. Eiginlega er ég allra mest fegin að barnaland var ekki til þegar ég var með smábörn. Og mér er eiður sær: Ég skil ekki fólk sem plantar síðum um litlu sætu börnin sín með þennan drullupytt við hliðina á þeim! Svo er ég hætt að skoða barnaland þannig að mín vegna mega þær þenja sig ofan í ... (verð að sleppa hér úr orði af því ég svo pen kona og búin að búa svo lengi sunnan heiða) yfir þessu kommenti á bloggið þitt - verði þeim að því og ég vona þær fingurbrjóti sig ekki á lyklaborðinu í æsingnum.
Þriðjudagur 30. ágúst 2005 kl. 17:08
Þið eruð ótrúlega dónalegar stelpur ef einhver leyfir sér að vera ósammála ykkur. Kannski lýsir hann menningarbragnum sem er á Barnalandi best. Þið eruð ekki að hlífa þeim sem hefur aðrar skoðanir en þið. Ef ég hef skoðun á því að þarna þurfi að grípa inn í málin skrifa ég þeim sem hafa með það að gera. Svo einfalt er það.
Þriðjudagur 30. ágúst 2005 kl. 17:08
Ég held að ég sé búin að átta mig á því að þetta snýst um það að síðan heitir "barnaland.is" og því sé ekki viðeigandi að ræða neitt annað þar.
Segjum sem svo að við færðum okkur yfir á femin.is, megum við þá ekki ræða karlmenn þar eða mega karlmenn ekki koma þangað????
Hvað má þá ræða á huga.is????? Eingöngu um heilastarfsemi?????
Inn á Femin.is eru líka þræðir sem heita "börn og unglingar" og meira að segja annar sem heitir "kynlíf"......Gvöööööð, hvernig á maður að snúa sér í þessum heimi þínum????
Þriðjudagur 30. ágúst 2005 kl. 17:10
Komdu Sæl Lára !! :)
Ég er 16 ára og stunda barnaland.is mjöög mikið. Mig langar aðeins að fá að benda á alla góðu hlutina, og segja til dæmis bara hvað barnaland hefur gert fyrir mig.
Ég er í framhaldsskóla á Akureyri og á enga vini þar, barnaland.is hefur stytt mér stundirnar gífurlega og ég get ekki án þess verið hérna á Ak, ég hef prófað það, og þá eingöngu líður mér hræðilega og ég bara græt, því þá hef ég ekkert í að sækja, ekkert að gera.
Barnaland hefur bjargað mörgu og mörgum, þarna fær maður rosalega oft góð ráð og þarna eru alveg gífurlega margar yndislegar og góðar konur :) .. já og menn líka, og ég veit ekki til þess að það séu mikið af börnum að stunda þennann vef.
Lang flestar af þessum umræðum sem þú ert meina að séu ekki við hæfi barna, eru merktar 18+ í tiltlinum og þá er það algjörlega á ábyrgð þeirra sem eru yngri ef þeir opna þá umræðu, alveg eins og það er á ábyrgð barnana að horfa á myndir sem eru bannaðar ......
Auðvitað eru stundum skítköst og leiðindi þarna, eins og alls staðar annarsstaðar, en það er líka svo margt annað þarna, svo að, ef maður prófar, að horfa bara framhjá skítköstum og leiðindum, og skoða frekar hinar umræðurnar, þá er þessi vefur bara æðislegur :)
Ég vil ekki vera með nein leiðindi, ég skil þig að sumu leiti alveg, en barnaland og þeir sem stunda barnaland hafa bara gefið mér svo gífurlega mikið og gert svo margt gott fyrir mig að mínu mati, að ég ósjálfrátt tek upp hattinn fyrir þeim, maður gerir það oftast ef manni er farið að þykja vænt um einhvern/einhvað :)
og ég kem fram undir nafni :)
Þriðjudagur 30. ágúst 2005 kl. 17:10
Þetta virkaði víst ekki ég ætlaði að setja annan link þarna, en gengur eitthvað illa, svo bendi bara á þess umræðu -
ALGJÖRLEGA OFF
Þriðjudagur 30. ágúst 2005 kl. 17:10
Skjóta fyrst, spyrja svo..... ekki satt Lára mín.
Þú ert semsagt að taka upp hanskann fyrir Hörpu vinkonu þinni skv. áðurbirtu bloggi þínu. Þess má geta að Hörpu var hampað sem sigurvegara og góðum kennara í þeirri umræðu sem skapaðist um hana og hennar Blogg. Væri ykkur ekki nær að taka ykkur góða bók til lestrar þar sem þið getið stjórnað innihaldinu heldur en að amast yfir saklausum umræðuvef á netinu sem heitir barnaland?
Þriðjudagur 30. ágúst 2005 kl. 17:14
Það fer ekkert fyrir brjóstið á mér þó fólk sé ekki sömu skoðunar og ég en þegar fólk sem greinilega hefur ekki skoðað málin (renndir rétt yfir umræðurnar í gærkveldi) og þykist geta tekið ákvörðun útfrá því, það fer fyrir brjóstið á mér. Sendandi bréf á Dómsmálaráðuneytið því umræðurnar þóknast þér ekki er með því yfirlætislegsta sem ég hef séð.
Svo kemur Harpa vinkona þín með umræðubrot sem eru algjörlega slitin úr samhengi og fólk sem þekkir ekkert til (eins og þið vinkonurnar) alveg dæsir og ranghvolfir augunum af hneykslun, mikið er ég fegin að hafa þó húmor og geta tekið þátt í saklausu gríni af og til því ég missti ekki húmorinn þegar börnin mín fæddust.
Það var nú þannig að flestallar konurnar á barnalandi studdu Hörpu og fannst ómaklega að henni vegið þegar það mál kom upp en það er greinilegt að þetta svaðalega mótlæti sem hún varð fyrir var meira en hún (eða þú) höndlar.
Þriðjudagur 30. ágúst 2005 kl. 17:16
Hmm, eru nú ekki margar barnalandskonur ad gleyma ymsu? Hef verid med annan fótinn á thessum vef nánast frá upphafi. Thar hefur t.d. heilbrigdisstarfsfólk verid stimplad mordingjar, oftar en einu sinni og oftar en tvisvar, meintir naudgarar nafngreindir (audvitad komid sídar í ljós ad thetta var bull frá upphafi), birt heimilisföng meintra barnanídinga og svo mætti í raun lengi telja. Ymislegt virdist hér gleymast. Gleymum thví ekki ad dagblöd virdast hafa sótt svo óhródurinn beint á barnaland.
Börn: jú, ymsir unglingar nidur í 12-13 ára aldur hafa komid fram, thótt thær/thau séu komin á táningsaldurinn myndi ég nú samt stimpla thau sem börn.
Audvitad eru þetta slæmu dæmin, en ekki má gleyma thvi ad thau hafa komid fram. Á ödrum spjallthrádum er oft virkara eftirlit og adeins stutt sídan thessi "ritskodun" kom fram á BL og hefdi ad mínu viti mátt byrja mun fyrr.
Vonandi takid thid thessu ekki thannig ad allt sé slæmt, en vissulega er ymislegt sem mætti betur fara, thannig ad öll umræda um betra spjallbord er af hinu góda.
Kvedja, minnug barnalandskona
Þriðjudagur 30. ágúst 2005 kl. 17:19
HÉR ER NÚ T.D. EIN AF EKKI ÞEIM SVÆSNUSTU OG ÞESSAR KONUR ERU MEÐ LINKINN Á HEIMASÍÐUR BARNANNA SINNA FYRIR NEÐAN SVONA TAL. ÉG KANN EKKI VIÐ AÐ SETJA MEIRA INN, ÞAR SEM MÉR FINNST ÞAÐ EIGINLEGA OF VIÐBJÓÐSLEGT.
Ég hitti einu sinni gaur, sem er ekki í frásögur færandi nema hvað að á ca. 3 deiti spyr hann mig um viðhorf mitt til endaþarmsmaka. Á meðan ég reyndi að átta mig á spurningunni og hugsa um hvernig ég ætti að svara henni þá hnýtir hann aftan í: "Það er alveg á hreinu að ég get ekki verið í sambandi án þess að stunda endaþarmsmök". Ég fann hökuna á mér detta í gólfið. Þá sagði hann" tjah...þú veist. Ég meina svona á jólum og páskum og afmælinu mínu til dæmis".
Þriðjudagur 30. ágúst 2005 kl. 17:21
HÉR ER NÚ T.D. EIN AF EKKI ÞEIM SVÆSNUSTU OG ÞESSAR KONUR ERU MEÐ LINKINN Á HEIMASÍÐUR BARNANNA SINNA FYRIR NEÐAN SVONA TAL. ÉG KANN EKKI VIÐ AÐ SETJA MEIRA INN, ÞAR SEM MÉR FINNST ÞAÐ EIGINLEGA OF VIÐBJÓÐSLEGT.
Ég hitti einu sinni gaur, sem er ekki í frásögur færandi nema hvað að á ca. 3 deiti spyr hann mig um viðhorf mitt til endaþarmsmaka. Á meðan ég reyndi að átta mig á spurningunni og hugsa um hvernig ég ætti að svara henni þá hnýtir hann aftan í: "Það er alveg á hreinu að ég get ekki verið í sambandi án þess að stunda endaþarmsmök". Ég fann hökuna á mér detta í gólfið. Þá sagði hann" tjah...þú veist. Ég meina svona á jólum og páskum og afmælinu mínu til dæmis".
Þriðjudagur 30. ágúst 2005 kl. 17:21
Það er síðan meira:
http://www.barnaland.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=2539887&advtype=52
Mér finnst mjög áhugavert og jafnvel góð aðferð til að meta þroska og gæði spjallsvæða að sjá hvernig þau bregðast við gagnrýni. Það er ekkert mál að vera voðalega PC og góður við alla þegar allt leikur í lyndinni.
Það er hins vegar á barnaland.is eins og víðar hópur sem er alveg tilbúinn (í skjóli nafnleyndar) að segja hluti eins og:
Vá !! Spurning um að taka spýtuna úr rassinum á sér og anda með nefinu !
Ég dreg í efa að einhver myndi labba inn a´skrifstofuna hjá mér og segja nákvæmlega þessi orð við mig.
Eitt besta spjallsvæði sem ég hef stundað og er ég búinn að stunda þau mörg í gegnum árin krefst þess einmitt að maður skrifi undir nafni. Þeir sem þola það ekki, er frjálst að fara annað. Mörg önnur eru ágæt en þau þjást og hreinlega líða fyrir þau áhrif sem nafnleysið virðist hafa á sumt fólk.
Það er búið að koma fram aftur og aftur að barnaland.is sé vefur fyrir foreldra en ekki börn og á örugglega ekkert nýtt eftir að koma fram í því. Hvað með foreldra sem sjá svona umræðu og tilsvörin? Munu þeir bera traust til vefsins og þeirra ráða, sem mörg hver eru ábyggilega góð, sem þeir fá þar? Ég myndi persónulega ekki nenna að grafa mig í gegnum allan skítinn til að finna gullið.
Þriðjudagur 30. ágúst 2005 kl. 17:22
Tuula, hvað er svona hrikalegt við þessa umræðu? Er eitthvað skrítið að aumingja manneskjan hafi misst andlitið þegar þetta var sagt við hana?
Þriðjudagur 30. ágúst 2005 kl. 17:23
Tuula. Þó að þér finnist endaþarmsmök of viðbjóðsleg til að hafa húmor fyrir þeim þá er óþarfi að halda því fram að konan sem skrifaði þetta innlegg sé einhver dóni og ógéð. Þetta var fyndin reynslusaga og við vorum að skiptast á þeim. Ég er viss um að meiraðsegja þér hefur blöskrað eitthvert kommentið frá karlmanni yfir ævina. Þetta var jafningjaumræða af bestu gerð og enginn karlmaður nafngreindur eða víttur persónulega á neinn hátt. Ef svo hefði verið þá hefðirðu séð barnalandskonur slást með kjafti og klóm því við líðum ekki svoleiðis
Þriðjudagur 30. ágúst 2005 kl. 17:25
tuula,
ég get nú ekki annað en brosað út í annað, þykir þér þessi frásögn svæsin ? Bíddu þá ertu ekki alveg í takt við tíman. Hefur þú lesið það sem BÖRN og UNGLINGAR skrifa sjálf inn á t.d. doktor.is ? Þar eru margar vangaveltur um endaþarmsmök, þessi saga hér að ofan er ekki með neinum lýsingum eða neitt. Það sem kemur fram í henni er orðið ENDAÞARMSMÖK, er það að fara fyrir brjóstið á þér ?
Þriðjudagur 30. ágúst 2005 kl. 17:25
Ég nota barnaland lítið, en les það hinsvegar mikið og mig langar nú líka að benda á góðu hlutina sem hafa gerst vegna barnalands-spjallsins.
Gott dæmi er söfnun fyrir fjölskyldu í Dk sem er búin að standa í ströngu, án Barnalandsspjallsins hefði sú söfnun aldrei orðið að veruleika og síðast þegar ég kannaði hafði safnast tæplega 300.000! Geri aðrir betur.
Það eru milljón heimasíður á internetinu með klámi og allskonar viðbjóði á og forvarnir eiga fyrst og fremst að byrja heima. Við lokum aldrei öllum síðum sem stendur á Píka, endaþarmsmök eða er verið að rífast á og það er fáranlegt að halda að þó spjallið verði tekið niður á Barnalandi að það breyti einhverju.
Í Guðsbænum notið orkuna frekar í að minna foreldra á viðbjóðin sem finnst á Internetinu, því öðruvísi getum við ekki stöðvað að börn komist í hann og sleppum að lesa eða skoða staði sem okkur finnst óþægilegir eða leiðinlegir.
Þriðjudagur 30. ágúst 2005 kl. 17:38
Það var bara svo miklu meira skrifað þarna undir umræðunni ALGJÖRLEGA OFF sem mér finnst of viðbjóðslegt til að skrifa, tók þetta eina dæmi úr þessari umræðu. Og þú segir að það séu engar lýsingar þarna, það eru ansi svæsnar lýsingar á þessari umræðu, ég á 13 ára dóttir og ég myndi ekki vilja láta hana lesa það sem þarna er skrifað, og stórefa að hún sé farin að spá í endaþarmsmök.
Þriðjudagur 30. ágúst 2005 kl. 17:40
Ég á nú bara ekki til eitt aukatekið orð!!!
Lára.....ég get alveg lofað þér því að það er margt verra að gerast í netheiminum en húsmæður á Barnalandi sem tala um typpastærðir, kynlíf, misstór brjóst og óþekk börn.....taktu nú hausinn út úr rassgatinu á þér áður en þú kafnar.......annars bið ég að heilsa liðinu í Dómsmálaráðaneytinu....fínt lið sem vinnur þar.....lið sem meira að segja les umræðuna á Barnlandi.
Kveðja Björk.
Þriðjudagur 30. ágúst 2005 kl. 17:42
Björk, þú ert heillandi fyrirmynd! Svona málsnilld jafnast á við það sem maður heyrði síðast í 4. bekk. Hvað næst? Kalla hana heilalausa, eða??
Þriðjudagur 30. ágúst 2005 kl. 17:48
Björk, ég vona að þú sýnir af þér betri framkomu og jafnaðargeð gagnvart börnum sem eru ósammála þér heldur en fullorðnum.
Þriðjudagur 30. ágúst 2005 kl. 17:50
Það sem Björk segir er bara lýsandi dæmi um framkomu, orðbragð og yfirgang sumra sem stunda barnaland.is. Svona lagað sést í liggur við annarri hverri umræðu.
Þriðjudagur 30. ágúst 2005 kl. 17:57
tuula, ef þú hefur svona svakalegar áhyggjur af dóttur þinni þá væntanlega hefur hún ekki aðgang að netinu?
Get ekki ýmindað mér að þú leyfir henni að fara á netið ef þér finnst barnaland svona rosalega því netið er svo uppfullt af sora og viðbjóði að það er ekki fyndið en þú þarft ekki að hafa áhyggjur af því á meðan stelpan fer ekki á netið.
En úps, hvað með skólann eða vinina, hhhmm hvernig ætlar mamma að snúa sér þegar stelpan er ekki heima.
Þriðjudagur 30. ágúst 2005 kl. 18:00
tuula,
Ég á ekki orða bundist með það að þú skulir setja alla notendur barnalands undir sama hatt. Ég hef aldrei blótað eða bölvað eða verið með dónaskap í neinni umræðu á barnalandi, og að segja að ljótt orðbragð sjáist í annarri hverri umræðu á barnalandi er bara ekki rétt og kjánalegt að halda því fram.
Þriðjudagur 30. ágúst 2005 kl. 18:09
Afsakið orðalagið hjá mér, ég átti auðvitað við að ég geti ekki orða bundist eða að ég eigi ekki orð yfir því sem þú heldur fram. Svona gerist þegar manni ofbýður að vera sett undir hatt þeirra sem blóta og eru með dónaskap. Mér líkar það bara alls ekki og málfar mitt fer allt í hönk.
Þriðjudagur 30. ágúst 2005 kl. 18:11
Sem barnalandslesandi kem ég auðvitað fram undir dulnefni: En þið getið séð myndir af hinn hófstilltu og kurteisu Björk hér:
http://blog.central.is/1100cc/
og lesið um dramatískt líf hennar á mótorhjólinu ;)
Þriðjudagur 30. ágúst 2005 kl. 18:15
Valdís. Ég veit að ég er heillandi fyrirmynd....thjaa ég er ekki viss um að börn í 4 bekk kunni svona málfar....ég allavega vona ekki:) Svo þekki ég frú Láru ekki til að geta kallað hana heilalausa!
Tryggvi.....ég held að þú ættir að gera það sama sem ég ráðlagði frú Láru:) Og að sjálfsögðu sýni ég betri framkomu og jafnaðargeð gagnvart börnum...enda teljast börn óþroskaðir einstaklingar sem hreinlega vita ekki betur og geta ekki svarað fyrir sig...og ég hef ekki lagt það í vana minn að ráðast á minnimáttar.
Ykkur væri nær að beita kröftum ykkar til að loka td einkamál.is þar sem kynferðisofbeldismenn eru að auglýsa eftir börnum til að leika sér að og fólk að auglýsa vændi grimmt . Ég veit að unglingar stunda Einkamál, því miður.
Barnaland, og það sem fer fram þar er barnaleikur miða við hvað fer fram á Einkamál og öðrum vefum. Ég er ekki að segja að allt sé heilagt á barnalandi.....auðvitað koma rotnar umræður inn á milli eins og á öllum spjallvefum en þegar á heildina er litið þá er þetta fínt spjallsvæði ætlað foreldrum og fullorðnum.....ekki börnum.
En ég bendi frú Láru eindregið að berjast fyrir málefnum sem verulega skipta máli, stað þess að ergja sig yfir íslenskum húsmæðrum og hugðarefnum þeirra.
Þriðjudagur 30. ágúst 2005 kl. 18:24
Gjomars, þó það sé einhver annar við hliðina á þér sem er verri bætir það þig ekki. Það eru léleg rök (en þó mikið notuð) að vísa alltaf á að hlutirnir séu verri hjá öðrum.
Þetta er kannski spurning um skipulag og uppsetningu efnisins á barnaland.is ? Umræðan sem vill eins og eðlilegt er oft fara aðeins úr böndunum er öllum aðgengileg án skráningar. Síður margra barnanna sem maður myndi kannski halda að væru kjarninn í því sem vefurinn á að vera eru hins vegar oft á tíðum læstar almenningi.
Væri kannski ekki vitlaust að hafa "Annað" eða þetta n.k. klúbbhús foreldra lokað öðrum en þeim sem hafa skráð sig á vefinn? Hinir flokkarnir á spjallinu sem hafa eitthvert smávægilegt upplýsingagildi fyrir verðandi og núverandi foreldra gætu hins vegar verið opnir og aðgengilegir.
Þetta myndi hafa margt í för með sér, betri ímynd barnalands, viðkvæmar sálir eins og hún Lára okkar myndu ekki verða fyrir áfalli og foreldrar gætu án aðfinnslu rætt sín mál á opinskáan hátt á nafnlausum vettvangi.
Þriðjudagur 30. ágúst 2005 kl. 18:28
Mér finnst þú hafa alveg sama rétt til þess að tilkynna þetta til dómsmálaráðuneytisins einsog mér finnst fólk mega pústa á barnaland.is
Ef þetta er ólögleg umræða sem fer þarna fram þá er voðalega gott að fá að vita það. Persónulega finnst mér að það ætti frekar að fylgjast með vefum einsog b2.is batman.is og tilveran.is sem eru mjög duglegir að finna klám og ýmsan óþverra til þess að dreifa meðal barna. Börn eru jú mun líklegri til þess að skoða þær síður heldur en barnaland.is
Mér finnst þægilegt að geta sett fram skoðanir mínar og spurningar undir dulnefni.
Þriðjudagur 30. ágúst 2005 kl. 18:45
Björk, ég sé ekkert í því sem þú hefur verið að skrifa sem ætti að fá mig til að halda að ráð þín séu þess virði að fara eftir þeim ;) Hvað varðar þroskann þá finnst mér nú vanta talsvert upp á hann þegar fólk svarar hóflega orðuðum athugasemdum (hvort sem þær eru svo í raun réttar eða rangar...) með fúkyrðum og ómálefnalegum persónulegum skotum á aðra. Á maður ekki að reyna að vera aðeins betri heldur en fólkið í kringum mann eða er í lagi að láta draga sig niður í skítinn?
Kannski ágætt að hafa í huga meðalhófsregluna sem m.a. má finna í lögum nr 37 frá 1993. Ef ég ræðst á þig með berum höndum telst það ekki eðlileg sjálfvörn að þú skjótir mig með alsjálfvirkum árásrifli. Sama gildir í ritdeilum að mér finnst, ef ráðist er á skoðanir manns með málefnalegum hætti er eðlilegt að svara á sömu nótum en draga ekki persónuna sem deilir á mann inn í svörin með ómálefnalegum hætti.
Svo hefur maður alltaf það val að vera betri en hinir ;) en þá er maður víst með prik upp í rassgatinu eða eitthvað þaðan af verra. Það er vandlifað í þessum netheimi ;)
Það má andmæla og svara athugasemdum Láru með málefnalegum og góðum hætti en því miður er fólk að skjóta sig í fótinn með óvönduðum vinnubrögðum og þá skiptir litlu hvort það hafi rétt eða rangt fyrir sér.
Þriðjudagur 30. ágúst 2005 kl. 18:52
Þetta er reyndar nokkuð góð tillaga hjá þér Tryggvi.
Þriðjudagur 30. ágúst 2005 kl. 19:06
Vandinn við vefi eins og B2,tilveran,etc er að þeir eru eingöngu vísanavefir, þ.e. link í efni sem er geymt annarsstaðar, jafnvel erlendis. Lagaumhverfið í dag er því miður ekki í stakk búið til að taka á svona málum og því í (því miður) ekki ólöglegt sem slíkt.
Þegar Lára segir í upphaflega bréfinu að umræðan jafnvel varði við lög túlka ég það sem svo að hún sé að falast eftir lögfræðilegu áliti en ekki setja slíkt fram sjálf, hún er ekki lögfræðingur og hefur (að ég best veit...) aldrei reynt að halda því fram.
Svo skil ég ekki athugasemdir um að Lára geri sér ekki grein fyrir að það séu foreldrar sem noti vefinn en ekki börn þegar í hún talar um vefinn sem "vef sem sérstaklega hefur verið hannaður fyrir vefsíður barna og ætlaður foreldrum" í upphaflega bréfinu.
Þakka þér Guðbjörg, vona að einhver komi henni á framfæri við umsjónarmenn þessa ágæta vefs sem svo ægilega mikið hefur verið í umræðunni að maður þorir varla að nefna hann á nafn ;)
Þriðjudagur 30. ágúst 2005 kl. 19:09
Sæl Lára.
Fyrst langar mig að segja að ég styð þig að vissu leyti. Hef stundað barnaland um þó nokkurt skeið og oftar en ekki hafa komið upp umræður sem að hafa farið í mig, ég reyni samt að sleppa því að lesa þær þá bara.
En aftur á móti þá vona ég að það sé samt ljóst að það eru ekki ALLAR konurnar á barnalandi sem að taka þátt í þessum umræðum, og margar góðar umræður hafa komið þarna inn.
Mér finnst bara ekki sanngjarnt að setja okkur ALLAR undir sama hatt, því þetta eru oftast sömu nikkin sem eru með þessar umræður.
Vildi bara koma því á framfæri, og segja þér að mér finnst þetta bara gott mál sem þú ert að gera, svo lengi sem þú gleymir ekki okkur hinum sem að tökum ekki þátt í umræðunum almennt eða tökum engan þátt í þessum vitleysu umræðum sem poppa þarna inn annars lagið.
Gangi þér vel
Þriðjudagur 30. ágúst 2005 kl. 19:29
Ég á ekki orð - að manneskja út í bæ skuli finna það hjá sér að "klaga" vefinn fyrir öllum mögulegum og ómögulegum aðilum. Að hálfpartinn skipa fólki yfir á annað svæði af því HENNI hugnast ekki að svona sé talað á þessum vef ? Og allt virðist þetta sprottið af einhverjum varnarleik fyrir Hörpu vinkonu, sem btw fékk frekar meðbyr á BL frekara en annað. Að fólk skuli nenna þessu ? Svo er alveg greinilegt að það er stór stallurinn sem sumir standa uppá, eru sko ekki svona heimskt "trailer trash" eins og þessar frústreruðu dagmömmur og húsmæður sem stunda vefinn - eða þannig virkar attitúdið þegar maður les svörin frá bloggeiganda og vinkonu.
Þriðjudagur 30. ágúst 2005 kl. 19:40
Ég er með password á tölvuna, þannig að hún kemst ekki inn nema ég opni sjálf. Og ég fylgist vel með því sem hún er að gera á netinu. Vona að hún sé nú ekki á einhverjum klámsíðum í skólanum, held það sé fylgst með þar líka.
Og ég er ekki að segja að allir noti svona ljótt orðbragð, ég sagði einmitt sumir, svo taki það til sín sem eiga það.
Og að vera alltaf að benda á þennan og þennan vef sem sé verri, auðvitað er til fullt af verri vefum en ef aldrei er byrjað neins staðar, þá verður heldur aldrei neitt gert í því að bæta hlutina. Einhver staðar verður að byrja.
Svo finnst mér svolt. skondið að segja "ef við förum inn á Femin.is, megum við þá bara tala um konur en ekki menn". Það er verið að reyna að vernda börnin en ekki einhverjar konur eða menn, vonum að fullorðið fólk geti séð um sig sjálft, en það eru börnin sem þarf að passa upp á. Og einmitt finnst mér þessi sora umræða sem hefur viðgengist á barnalandi.is ( var reyndar umræða um hana í gær, og ansi margar sem fíla hana ekki, en þær bara þorðu ekki að segja frá því, svo ég fékk nokkuð mörg einkaskilaboð frá þeim sem ekki treystu sér til að svara fyrir sig, því þær eru dauðhræddar við "sumar" barnalandskonur- fólk er misjafnlega viðkvæm - og ekki allar með eins harðan skráp ). Það sem mér finnst málið helst snúast um að það er málfrelsi og ritfrelsi á netinu, og þar er hægt að ræða um klám, kynlíf eða hvað eina sem þið viljið, það á bara ekki að vera tengt einhverju sem við kemur börnum. Og þótt þessi umræða heiti "annað", þá heitir vefurinn barnaland.is. og vísar þar af leiðandi til barna, fyrir utan að það eru margar sem eru með link beint fyrir neðan umræðurnar inn á heimasíðu barnanna sinna.
Þriðjudagur 30. ágúst 2005 kl. 19:40
Það er þeirra að vera með þessa linka, það getur enginnn bannað það. Ég verð að vera ósammála með nafnið, þó að þetta heiti barnaland, þá aá alveg ræða aðra hluti en þá sem viðkoma börnum. Get bara ekki séð að Láru komi það við. Og með börnin, get ekki ímyndað mér einn einasta krakka sem nennir að hanga yfir umræðunum á bl, þar fyrir utan er ekkert hættulegt þar á ferðinni.
Þriðjudagur 30. ágúst 2005 kl. 19:50
Að sjálfsögðu geri ég mér grein fyrir því að þú ræður engu um það hvar við erum eða hvað við gerum- einmitt þess vegna finnst mér þetta svo bjánalegt hjá þér. Allur þinn málaflutningur einkennist af hroka og lítilli þekkingu- eins og margoft hefur komið hér fram áður. Þykist í sífellu vera yfir okkur hafin og vera að reyna að ala okkur upp!
Það er margt í þessum heimi sem mér finnst ekki sniðugt og ég sneiði bara hjá því- eða ætti ég kannski að tala við tískulögregluna útaf sumum tískuslysum sem er að finna í Kringlunni- ég meina mér finnst þau bara selja ógeðslega ljót föt og ég skil ekki bara af hverju þeir selja ekki bara það sem MÉR finnst flott því ég er svo smekkleg. Ég meina þetta er nú einu sinni TÍSKU-vöruverslanir. Það segir sig sjálft!!!
Þetta er útí hött, vert þú bara þar sem þú fílar þig og láttu okkur í friði. Ég skil það vel að margir hérna leggist niður á e-ð plan að vera með skítkast, stundum verður maður bara svo reiður að maður getur engan veginn verið málefnalegur. Og það er hreinlega ekki hægt að tala við suma. Þeir halda fast í sína einstrengislegu skoðun
Þriðjudagur 30. ágúst 2005 kl. 19:59
HEYR HEYR Lára KLAPP fyrir þér! Ég styð þig heilshugar. Umræðurnar á barnalandi ná engri átt
Þriðjudagur 30. ágúst 2005 kl. 20:12
Tryggvi, fólki er alveg í sjálfvald sett hvort það setur upp heimasíðu eða tekur þátt í umræðunni og fyrir mér eru heimasíðurnar ekki kjarni barnalands heldur einstaklingarnir sem stunda umræðuna.
Ég benti á hina vefina þar sem mér persónulega finnst mun verra að börn séu að skoða grófar klámmyndir, horfa á myndbönd jafnvel af alvarlegum slysum eða morðum, held að það hafi mun verri áhrif en að lesa umræðu á barnalandi.
Skipulag og uppsetning barnalands hefur virkað í FIMM ár, auðvitað koma umræður þar sem sýður uppúr en hvar gerist það ekki? Það er hægt að finna galla á hverjum einasta vef landsins og ég skil ekki af hverju barnaland er allt í einu orðið það ómögulegt að það þurfi að gera róttækar breytingar þar.
Ég veit vel að fólk er misviðkvæmt en ég get ekki borði ábyrgð á því hvernig fólk tekur eða túlkar það sem ég segi, ég ber ábyrgð á sjálfri mér ekki öðrum. Ekki misskilja og halda að ég sé deilandi út skít reglulega á netinu, geri það alls ekki og forðast það í lengstu lög að rífast við fólk hvort sem það er á netinu eða ekki.
Þriðjudagur 30. ágúst 2005 kl. 20:32
Gjomars, ég er náttúrulega ekki sérfróður um sögu barnalands.is en ég hélt að þetta hefði byggst upp í kringum þann "fídus" að foreldrar gætu með auðveldum hætti komið efni um barnið sitt, texta, myndum, etc inn á vefinn. Það er a.m.k. það sem ég sem "non-user" varð fyrst var við.
Ég held að það sé flestum orðið ljóst að það versta í málinu er ekki endilega að börn fari inn á "vafasama" umræðu á barnaland.is heldur álit annarra á vefnum, þ.m.t. annarra foreldra sem þangað sækja ráð og eru kannski að fá sín fyrstu kynni af vefnum í gegnum "Annað". Kannski hálfgert PublicRelations mál í rauninni?
Ég rakst á að þessi hugmynd mín er komin inn á umræðuna á áðurnefnda vefnum sem allir eru að tala um og er það vel. Ég gerðist meira að segja svo grófur að skrá mig ;)
Þriðjudagur 30. ágúst 2005 kl. 20:47
Já góða kvöldið..
Ég lenti inn á þessa umræðu í fyrsta lagi gegnum barnaland og svo í gegnum link af annarri síðu og ég verð nú bara að segja það að ég skil nú ekki alveg allan þennan æsing. Ég les sjálf annað slagið umræður inni á barnalandi og hef yfirleitt gaman af en ég er alveg sammála því að mér finnst ekki öll umræða eiga heima þar og er því sammála Láru að vissu leyti. Þó hef ég fram að þessu ekki kært mig um að tjá mig sérstaklega um það heldur einfaldlega lesið aðrar umræður eins og einhver benti á hérna að ofan. Einnig sé ég ekki alveg hvað væri svona ógurlega mikið mál fyrir notendur að færa sig yfir á eitthvað annað vefsvæði ef (ath: ég segi EF) einhverjar athugasemdir yrðu gerðar af yfirvöldum um það sem fer þarna fram. Væri það ekki bara allt í lagi?
Hins vegar finnst mér það ansi einkennandi hversu margir eru hörundsárir á Barnalandi. Þið (barnalandskonur þ.e.)talið um að þar sé vettvangur til þess að tjá skoðanir sínar og ræða málin en samt eruð þið margar ansi fljótar að færa ykkur í skítkastið ef eitthvað í umræðunni er ykkur ekki að skapi...? (Ath: Hér er ég alls EKKI að tala um allar barnalandskonur, heldur einungis þær sem þetta á við um). Hvert fór þá þetta mál- og prentfrelsi sem þið talið um. Rétt eins og þið teljið ykkur hafa rétt á að tjá ykkur á netinu af hverju hefur Lára (og aðrir hérna inni á umræðunni) þá ekki rétt til þess að tjá sig um barnaland ? Fólk verður nú bara að sætta sig við það að það eru aldrei allir sammála manni (sem er nú bara besta mál að mínu mati) og læra að virða annað fólk og þeirra skoðanir. Hvet ykkur til þess að sleppa þessu skítkasti og halda umræðunni málefnalegri eins og einhver sagði hérna að ofan. Takk og bless :)
Þriðjudagur 30. ágúst 2005 kl. 21:08
Sæl Lára.
Ég hef stundað spjallið á barnaland.is í tæpt eitt og hálft ár og yfirleitt þótt það með eindæmum skemmtilegt, einmitt vegna þess hvað það er frjálslegt miðað við mörg önnur spjallborð sem ég hef komist í tæri við. Konunum þar (já ég segi konunum því þær eru óneitanlega í langmestum meirihluta) er fátt mannlegt óviðkomandi og oftast hefur verið hægt að ræða þar um alla heima og geima, fá ráð við vandamálum af öllu tagi og yfir höfuð skemmta sér mjög vel.
Hins vegar hef ég tekið eftir því sérstaklega í seinni tíð að spjallið hefur þróast út í einhvern drullupytt, þar sem engu er eirt og á stundum virðist vera keppni í gangi meðal vissra notenda um að vera sem kvikindislegastir, hvort sem það er í garð annara notenda eða þjóðþekktra aðila. Þetta er þróun sem ég hef beintengt við öra fjölgun þátttakenda í umræðunum og þess frjálslega umhverfis sem upp á er boðið á spjallinu, frjálsleika sem ég hef fram til þessa talið einn af helstu kostum þess.
En nú keyrir um þverbak. Fólk leyfir sér að láta svo að segja hvað sem er út úr sér í skjóli tjáningarfrelsis og undir huliðshjúpi nafnleyndar og kippir sér ekkert upp við það sem í persónulegum samskiptum fólks í milli (í kjötheimum eins og við netverjarnir orðum það oft) myndi ekki kallast neitt annað en argasti og viðurstyggilegasti dónaskapur og vart nokkuð sem heilvita manneskjum dytti í hug að láta frá sér fara munnlega, vil ég vona.
Ég er hjartanlega sammála þér að það þarf að fara að taka í taumana á þessu spjalli, sem undanfarið virðist hafa náð að snúast upp í algera andhverfu sína; í stað þess að vera staður þar sem hægt er að skemmta sér við að ræða allt frá nafngiftum barnanna okkar að megrun, frá matarvangaveltum að mótþróaþrjóskuröskun -þá er þetta orðið að umhverfi þar sem mannorðsmeiðingar, dónaskapur af verstu tegund og önnur þvílík vitleysa veður uppi daglega. Það er löngu kominn tími á að reglurnar verði gerðar skýrari og því komið á, með hörðu ef þarf, að fólk virði aðrar manneskjur, meiningar þeirra og tilfinningar, í stað þess að velta sér upp úr sora og kvikindisskap.
Að taka þátt í umræðum og spjalli alls konar er nokkuð sem ég trúi ekki öðru en að sé afar hollt fyrir útúrþreyttar og oft innilokaðar mæður - sem og aðra að sjálfsögðu. En raunin er því miður orðin önnur og vegna þessa hef ég ekki tekið þátt í umræðunum á barnalandi í nokkra mánuði, þótt ég hafi endrum og eins lesið yfir það sem þar fer fram, gott og vont.
Að þessu sögðu vil ég samt sem áður koma á framfæri þeirri skoðun minni að ég sé alls ekkert athugavert við það að á þessu spjalli ræði fólk um allt milli himins og jarðar, hvort sem það eru mataruppskriftir eða nafnahugmyndir eða alvarlegri málefni eins og nauðganir, geðsjúkdóma og síðast en alls ekki síst endaþarmsmök og limstærðir! :)
Ég hef ekki nokkra minnstu trú á því að börn séu lesandi þessi umræðusvæði þar sem fullorðnar kerlingar halda sig upp til hópa. Í það minnsta hef ég enn ekki hitt fyrir barn sem það gerir, og hef ég nú þau þónokkuð mörg. Þrátt fyrir að vefurinn heiti barnaland þá er, eins og margir hafa hér bent á, umræðusvæðið margskipt og að því er virðist eralls ekki meiningin að börn og barnatengt efni sé það eina sem inn í umræðuna berst, enda þætti mér harla furðulegt að setja slíkar reglur.
Rauði þráðurinn er sá að börn eiga ekki að vera eftirlitslaus á netinu. Það er nokkuð sem flestallir hljóta að geta verið sammála um. Börn eiga ekki að vera að þvælast á umræðusíðum markvisst miðuðum að fullorðnum, hvar svo sem þær kunna að vera, því fullorðnir ræða jú margs konar mál sem börn eiga ekkert með að vera að garfa í. Börn eiga ekki heldur að vera að skoða síður þar sem óörugga og "óbarnvæna" hluti gæti verið að finna, það er eitthvað sem heilbrigð skynsemi á bara ekki að leyfa.
Ef við leggjum til hliðar þá staðreynd að þessi tiltekni vefur heitir barnaland þá stendur það eitt eftir að svæðið er hluti af veraldarvefnum, sem er enginn staður fyrir börn og óharðnaða unglinga að þvælast á ein og án eftirlits.
Það eitt ætti að nægja til að konur (og menn) ættu að geta haldið sig þar sem þeim þykir þægilegt að vera og talað um heima og geima (lesist: grjónagraut og samfarir) án þess að velta sér upp úr því hvort börn gætu verið að lesa það sem um er talað.
En það að það verði að hreinsa þennan vef og laga til í mörkunum sem notendum eru sett hvað varðar dónaskap og illindi er nokkuð sem vissulega er löngu tímabært að gera.
Með virðingu úr Breiðholtinu,
Hrönn.
Þriðjudagur 30. ágúst 2005 kl. 21:54
Habbarasonna, ég er nú eiginlega kjaftstopp, ekki datt mér í hug að menn yrðu svona tilfinningaríkir þó ég hefði skoðun á því hvað færi saman á netinu og skrifaði til þartilgerðra aðila um málið. Hvernig þeir bregaðst við kemur bara í ljós. Mér sýnist allavega að það vanti ekki fólk til að tala máli þess að umræða af því tagi sem er á Barnalandi sé í lagi. Ekki þarf að hafa áhyggjur af því. Hinsvegar hef ég dálitlar áhyggjur ef menn bregðast svona dónalega við gagnrýni. Ég held í rauninni að menn séu óvanir henni og það skýri þessi viðbrögð.
Enn og aftur af því það virðist ekki komast til skila:
1. Það eru ekki allir á umræðum Barnalands með ókurteisi, yfirgang eða dónaskap. Þar er örugglega gott og kurteist fólk.
2. Ég hef marga fjöruna sopið á netinu og haft ýmsar skoðanir á málefnum þar eftir 15 ára mikla vinnu á netinu í ýmsu samhengi. Þetta segi ég ekki til að vera með yfirlæti eins og sumir vilja halda heldur benda á að ég hef talsverða reynslu af netheimum. Það þýðir að ég sem netstjóri hef komið að málum þar sem um afbrot er að ræða og sum miklum mun alvarlegri en nokkuð af því sem ég hef gluggað í á Barnalandi.
3. Ég hef fyrst og fremst sagt að mér finnst umræðan á Barnalandi ekki eiga við í sama "húsnæði" og vefsíður fyrir börn á vef sem ætlaður er foreldrahlutverkinu. Börn fara á þennan vef og eru þar með vefsíður. Þar held ég að menn hafi gengið á ystu brún þess sem er ásættanlegt.
4. Tillaga Tryggva um lokað samtalssvæði eða mín um að hafa umræðuna annarsstaðar eru hvoru tveggja kostir í stöðunni sem ætti að skoða.
5. Athugasemdir ykkar um mig sem einstakling gera málflutning ykkar ekki trúverðugan.
6. Ég hef einungis talað um umræður og hvar þær eiga við en ekki mannverur. Hárrétt ábending að skerpa á því, sem ég hef þó gert áður, að ekki er átt við allar umræður.
Síðan vil ég þakka þeim sérstaklega sem hafa komið hér inn og bent á atriði, sum sem ég vissi ekki um, sem hrjá umræðusvæði Barnalands. Það þarf greinilega talsverðan kjark til þess miðað við þau öflugu viðbrögð sem hafa borist mér. Þar fer fólk með bein í nefinu sem lætur hóp ekki stjórna sér.
Svo er bara að sjá hvert þetta ber okkur en ég held þó að þetta verði ekki í fjölmiðlum á morgun heldur eitthvað allt annað.
Þriðjudagur 30. ágúst 2005 kl. 22:43
Hrönn, takk fyrir málefnalegt innlegg. Sé þróunin sú sem þú lýsir en ég þekki ekki þá kannast ég við hana af öðrum stöðum í gegnum tíðina. Virkilega góðir hlutir s.s. vefsvæði, og ýmsir umræðuvettvangar með opinni og góðri umræðu um fjölbreytt málefni hafa verið skemmd með því að ákveðnir einstaklingar "taka yfir" og flæma frá þá sem ekki kæra sig um samskipti með fordómum og dónaskap. Venjulega (frá öðrum stöðum sem ég þekki) þá mynda þeir um sig hirð sem verður n.k. gengi á svæðinu og stjórnar því leynt eða ljóst. Talsverð netfíkn kemur síðan oft í kjölfarið þar sem viðkomandi nánast flytja úr hinni raunverulegu veröld inn í netheima og fara að lifa óraunverulegu lífi þar sem hefðbundnar samskipta- og siðareglur gilda ekki. Þannig getur umræðan sem var mörgum til hjálpar og stuðnings breyst í andhverfu sína og orðið til skaða og tjóns fyrir mannleg tengsl og þroska.
Áhyggur mínar af umræðuþingi á Barnalandi hafa aukist jafnt og þétt eftir því sem líður á. Bæði vegna aukinna ábendinga sem mér hafa borist sem og framkomu þeirra sem eru ekki sammála mér.
Ég vona bara eins og þú að þær stúlkur og konur sem reiða sig á þetta netsamfélag geti komið sér fyrir á umræðusvæði þar sem fólk er umgengist af mannvirðingu. Hvernig svo sem það er gert.
Þriðjudagur 30. ágúst 2005 kl. 22:55
Þið eruð bara hálf fyndin:)
Þú hlýtur að hafa eitthvað þarfara við tímann þinn að gera en að þrefa við okkur barnalandkellurnar:)
Fjölmiðlar á morgun, við skulum sjá til. DV menn eru lunknir og þykja við Barnalandskonur einkar athyglisverðar.
Þriðjudagur 30. ágúst 2005 kl. 22:56
Sem forfallinn barnalandsfíkill sem er tiltölulega ný af nálinni finnst mér ég verða að vera með í þessari deilu.
Það sem heillar mig svo við þennan umræðuvef er hversu rosalega fjölbreytilegur hann er, sem sagt, það er ekki einskorðast við ákveðnar "viðeigandi" umræður heldur talað um allt, hversu merkilegt eða ómerkilegt sem það kann að vera. Það sem mér finnst líka gott við hann er að í þessum umræðum eru flestir sem hafa til málanna að leggja í svipuðum aðstæðum og ég, nýbakaðir og reyndari foreldrar. Þannig að þrátt fyrir þennan urmull af fólki sem er hvert öðru ólíkt, þá höfum við það sameiginlegt að við stöndum í uppeldisstarfi eða erum að búa okkur undir það. Sem heimavinnandi húsmóðir hef ég ekki marga í kringum mig í sömu stöðu. Þar af leiðandi snýst mitt lif meira og minna um það að fæða, ala og elska son minn allan liðlangan daginn - og kvöldin líka, á meðan fólkið í kringum mig mætir til vinnu eða skellir sér eitthvað út í sínum frítíma. Ekki misskilja mig, ég kaus þetta og vildi ekki breyta því, en þetta getur verið einmanalegt. Þá finnst mér gott að skella mér á "annað" dálkinn þar sem "samstarfsfólk mitt" heldur sig til líka og sjá hvert aðalumræðuefnið er þann daginn - annað hvort legg ég eitthvað til málanna eða les bara það sem er skrifað. Það að stimpla mig á þennan hátt, að ég hafi ekkert betra við tímann að gera en að hanga í soralegri netumræðu, fer svolítið fyrir brjóstið á mér.
En það alls ekkert skrítið að barnalandsfólkið snúist gegn ykkur sem á móti þeim eru og verjist með kjafti og klóm - þetta er okkar "griðastaður" og hér er verið að gera meira en gagnrýna hann, það er verið að tala um að loka honum alveg...
Ég er sammála því að umræðurnar geta verið heldur groddalegar á tíðum en finnst alveg óþarfi að gera mál úr því. Ástæðan er sú að það er endalaust flæði á þessum umræðudálki. Ómálefnalegt fólk sem er þarna bara til að hneyksla og skemma fyrir valda kannski einhverju fjaðrafoki, en þá verða annað hvort umræður þar sem fólk úr öllum áttum segir sitt álit og venjulega tekst að koma með rökréttar lausnir á vandanum, ef ekki er umræðan sniðgengin og hún gufar upp - í verstu tilfellum hefur hún verið tekin út.
Það að taka umræðu eins og ALGJÖRLEGA OFF er nú alls ekki gott dæmi um slæma umræðu á barnalandi. Því miður, að þá lýsir það bara tepruskap að fara að hnussa út af fyndnum og saklausum reynslusögum fólks. Ég persónulega hefði fundið miklu svæsnari innlegg úr öðrum umræðum en þessi sem sett voru inn, enda hló ég og hló að þessari tilteknu umræðu.
Ég hefði engar áhyggjur af því að börn kæmust inn á þessa umræðu og færu að lesa hana - ef áhuginn væri þá yfirleitt fyrir hendi. Hvað eruð þið svona hrædd við? Það að dónaleg orð og reynslusögur raunverulegs fólks særi á einhvern hátt sakleysi barna finnst mér harla ólíklegt. Ég segi þetta meðal annars út frá minni reynslu af börnum, en þau hafa harðari skráp en svo að þeim líði illa eða fái röng skilaboð út frá sakleysislegum umræðum um allt milli himins og jarðar- þau gætu jafnvel lært eitthvað uppbyggilegt sem nýtist þeim á þeirra þroskaferli. Ég segi þetta líka út frá minni eigin reynslu sem barn. Þá var nú ekki netið til, en hins vegar var til sjónvarp, bókmenntir og sorprit og einhvern veginn tókst mér að komast í hluti sem eru stranglega bannaðir börnum. Ekki það að ég hafi leitast eftir því sérstaklega, né heldur að foreldrar mínir hafi verið lakir uppalendur - svona er bara raunveruleikinn. Þetta vakti að sjálfsögðu forvitni mína, enda ekki eitthvað sem ég varð vitni að á hverjum degi - en í dag tel ég mig vera frekar heilsteypta manneskju sem lifir frekar eðlilegu lífi, þrátt fyrir þessa reynslu.
En svo er líka ein tillaga: Mér finnst alveg óþarfi að taka burt þennan umræðudálk þar sem hann tengist ekki að neinu leyti heimasíðum barnanna, öðru en því að bæði er hægt að finna á forsíðunni. "Annað" dálkurinn er sérstaklega áberandi vegna þess að verið er að vitna í fimm síðustu fyrirsagnirnar á stórum hluta forsíðunnar. Það er spurning um að taka þennan hluta bara út af forsíðunni, þannig að hann vekji ekki þá athygli sem hann eflaust gerir.
Biðst afsökunar á hversu langt þetta er orðið!
Þriðjudagur 30. ágúst 2005 kl. 23:48
Sæl eina sem ég vil biðja þig um að gera er að skoða önur spjallsvæði þar sem uglingar stunda .Ekki taka bara eina umræðu og snúa henni við, farðu t.d á doktor.is og skoðaðu hvað unglingarnir okkar eru að tala um
bestu kveðjur
Miðvikudagur 31. ágúst 2005 kl. 00:17
Þetta er gott bréf hjá þér Lára og þarft að taka á þessu máli. Það eru flestir í þessari umræðu sýnist mér á því að þörf er á umræðusvæði liku því sem barnaland er. Hvort umræðusvæði af þessu tagi eigi heima á vefsvæði sem vistar barnasíður er ég efins um. Mbl. ætti að koma sér upp öðru umræðusvæði sem er vistað á fullorðins vef. Það eru börn sem lesa þessi umræðusvæði og eftar en tvisvar hefur 14.ára dóttir mín spurt mig út í fræði sem hún hefur verið að lesa um á spjalli barnalands. Ég vil benda á að á umræðu svæði tjorvi.is er vel fylgst með umræðum barna og hikstalaust fólki hent út sem ætlar að stofna til umræðu sem ekki á við. Spurning hvort umsjónarmenn barnaland.is verði ekki að taka sig á og benda fólki á fullorðins umræðusvæði. Þetta er nú mín skoðun.
Miðvikudagur 31. ágúst 2005 kl. 07:41
Svo sannarlega hefur þessi umræða vakið athygli á "barnasíðunni" Barnaland.
Ég spái því að fljótlega verði það einhver í einhverju námi sem muni skrifa rannsóknarritgerð um vefsetur og hýsla sem innihalda spjallþræði. Tilhneigingin er sú að ef nafnleyndin leyfist þá er hætta á "orðbragðayfirtöku" þ.e. orðsóðar frussa úr sínum orðapollum ef ósætti kemur upp. Að mínu mati er opin umræða á neti óstjórnarleg. Ef sú umgerð er leyfð losnar fjandinn.
Það er því Morgunblaðsins að ákveða uppsetninguna á umræðunni og að mínu mati ætii blaðið að "þrengja" skrifinngang.Ef ætlunin var að þarna gætu börn og fleiri skipst á skoðunum þá er óþarfi að kenna þeim í leiðinni orðsóðaskap. Ég bendi ykkur á að svipað á sér stað á www.folk.is Þar finnst einnig klám og einelti á vefsíðum.
Haltu bara áfram Lára mín að beina lensunni. Ég og Trigger fylgjum þér sem áður.
Gísli Baldvinsson
Miðvikudagur 31. ágúst 2005 kl. 09:04
Lára á mikið hrós skilið fyrir að þora að koma þessari umræðu á stað. Oft er þarft að taka á einhverjum málum sem enginn leggur í.
Ég hef ekki lesið neitt af ráði á barnaland.is en þær umræður sem ég las ættu frekar að eiga heima á spjallsvæði með nafnið foreldraland.is eða eitthvað meira lýsandi.
Er ekki óþarfi að tengja heimasíður barna við eitthvað spjallsvæði - er ekki hægt að aðskilja þetta tvennt frá hvort öðru. Væri þá ekki sátt um málið?
Heimasíður barna á barnaland.
Spjallið á foreldraland.
Miðvikudagur 31. ágúst 2005 kl. 09:12
SJE - *Lemur sig í hausinn* - Gleymdi aðal punktinum mínum.
Það er sama á hvaða spjalli það er, ef einhver skrif (ómálefnaleg) eru eingöngu til þess fallinn að koma höggi persónulega á aðra manneskju á obinberum vettvangi þá er það kallað einelti - og það á hvernig heima.
Nú veit ég ekki þar sem ég hef lesið lítið af umræðunni á barnaland hvort einelti finnst þar.
En ef svo þá ættu notendur þar að líta í eigin barm.
Miðvikudagur 31. ágúst 2005 kl. 09:33
Sæl Lára,
Ég skil hvað þú ert að fara, en ég er ekki alveg sammála þér. Barnaland.is er vefur foreldra, þar eru foreldra með síður fyrir börnin og taka þátt í umræðum og fá þar ýmsan fróðleik. Heimasíðurnar eru ekki ókeypis og er það því í höndum foreldra að stofna þær. Þeir foreldrar sem leifa börnum sínum að vera með eftirlitslausar heimasíður, ættu að hugsa sig um tvisvar. Það skiptir nefnilega máli hvað má koma fram á þessum síðum, þar sem til eru dæmi þess að barnaníðingar og þjófar hafa skoðað heimasíður á barnalandi. Þessi síða hefur aldrei verið ætluð börnum. Það hefði kannski verið skynsamlegra að skýra þetta foreldraland, ég veit ekki með það. En þarna er ekkert afþreyingarefni sem er til þess að lokka að börn (nema þá heimasíðugerðin). Þegar ég var krakki hafði maður meiri áhuga á því að fara í tölvuleiki eða glápa á sjónvarp frekar en að lesa það sem fullorðnir eru að skrifa. Þannig að ég til litlar líkur á að börn séu að þvælast mikið þarna inn. Ef börn eru að skoða heimasíður þá leita þau líklega að heimasíðunum, frekar en að væflast eitthvað inn í umræður. En yfirleitt fara börnin beint inná heimasíður vina sinna. Þar sem þar mætti laga er að taka link út sem er beint inn í umræðuna.
Ég hef hingað til ekki komið undir nafni á vefnum, en ástæðan fyrir því er að stundum vill ég bera á borð spurningar sem ég er of feimin til að spyrja að undir nafni. En það eru einstaklingar sem misnota þessa nafnleynd. Ég tel að það sé á ábyrgð okkar í umræðunni að koma fyrir einelti, sem hefur því miður tíðkast af minna þroskuðum einstaklingum á vefnum.
Hvað varðar rasisma. Hann er þarna úti í þjóðfélaginu og því ætti að tala um hann. Og ef fólk er með óþarfa yfirlýsingar þá skal ég lofa að barnalandskonur tilkynna það og láta taka umræðu úr birtingu.
Hvað varðar klám. Eru umræður um endaþarmsmök klám? Nú ef svo er þá er www.lara.is orðin klámsíða. Þarna koma foreldrar saman og ræða allt sem er í þeirra huga. Ég tel að umræður um kynlíf sé eðlileg umræða, því öll stundum við eða hugsum um það á hverjum degi, ekki satt.
Vissulega eru margar óþroskaðar sálir þarna inni og skeyta ekki um tilfinningar annarra. En ég held að vefurinn sé meira gagnlegur heldur en hitt.
Það sem hægt er að gera til að vernda börnin þín frá þessum “óþverra” er að loka umræðunni, þannig að maður verði að logga sig inn. Þetta hefur oft komið upp í umræðunni, að aðeins þeir foreldrar sem eru með heimasíðu og borga fyrir þær eigi að taka þátt.
Miðvikudagur 31. ágúst 2005 kl. 11:09
Ég datt óvart inn á þessa umræðu í gærkvöld, og ég á satt að segja varla til orð til að lýsa undrun minni á þessu öllu saman.
Það er með ólíkindum að fólk sem vill láta taka sig alvarlega skuli ekki geta þolað athugasemd af þessu tagi. Og það sem meira er, þið sem hæst hafið og mest bölvið Láru, virðist gjörsamlega misskilja punktinn hjá henni. Í stað þess að staldra við og hugsa aðeins um það sem Lára hefur fram að færa þeysist þið fram með dónaskap og útúrsnúningum.
Sumir beita fyrir sig frösum á borð við að hér ríki málfrelsi, en það er eins með málfrelsið og annað frelsi; sumir kunna einfaldlega ekki að fara með það. Þó að hér ríki málfrelsi þýðir það ekki að hver sem er geti sagt hvað sem er hvar sem er. Langt í frá. Málfrelsi eru settar ákveðnar skorður og þeim ber að fylgja, vilji menn láta taka sig alvarlega.
Ég hef aðeins rennt lauslega yfir spjallið á Barnalandi, og satt að segja finnst mér margt af því sem þarna kemur fram ekki sæma fullorðnu fólki. Margt er mjög jákvætt, eins og t.d. sá stuðningur sem foreldarar (yfirleitt mæður) veita hvert öðru í ýmsum málum, en það eitt réttlætir ekki umrædda kynþáttafordóma og klámkjaft. Ekki á svona vefsvæði. Það er lítið mál að færa svona umræðu eitthvert annað, þar sem hún á betur heima.
Ég held að aðalmálið í þessu sé að þarna er um að ræða vef sem fyrst og fremst er tengdur börnum og málefnum þeirra, en á einhverju svæði innan hans - hversu afmarkað og/eða óaðgengilegt sem það kann að vera - er að finna hluti sem eru að mínu mati hvorki sæmandi Barnalandi né Morgunblaðinu. Ég sé það t.d. ekki fyrir mér að lesendur Moggans þegðu þunnu hljóði ef útdráttur úr sumum umræðunum yrði birtur í því ágæta blaði.
Mér finnst það verulega ódýr lausn hjá vefstjórum að setja upp flokk sem heitir Annað og virðist vera gjörsamlega eftirlitslaus. Ég hef sjálfur haft yfirumsjón með spjallsvæðum og veit sem er að það er mjög erfitt að hafa yfirsýn yfir það sem verið að ræða, en ef enginn treystir sér í það hlutverk er á endanum betra að sleppa því að bjóða upp á svona spjallþræði.
Rotnu eplin skemma út frá sér og geta því miður eyðilagt málefnalega og góða umræðu.
Miðvikudagur 31. ágúst 2005 kl. 11:55
Ég sá eftir að lesa nokkra þræði á Barnalandi af hverju þessir klámhundar og frekjudollur ráða ríkjum þar og vilja ekki fara annað... femin.is er nefnilega á erlendum netþjóni og þau vilja sem sagt ekki borga fyrir bandvíddina sem fer undir sorann og vitleysuna úr þeim.
Miðvikudagur 31. ágúst 2005 kl. 12:44
Lára, ég styð þig í þessum málefnum, alveg 100%.
Hér er bara smá sýnishorn af soranum hjá þeim á barnaland.is
http://barnaland.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=2472467&advtype=52&page=2
Miðvikudagur 31. ágúst 2005 kl. 13:24
Mér finnst nú þessi atburðarás undanfarna daga alveg hreint með ólíkindum. Auðvitað á þessi umræða á barnalandi.is engan veginn heima á þeim vef, það þarf nú vart að ræða!!!
Hún á þó fullan rétt á sér annars staðar og ég bara skil ekki hvað það fer mikið fyrir brjóstið á fólki sú ábending að hana megi færa eitthvert annað.
Allir hlutir eiga sinn stað og sína stund....Þú mætir t.d. ekki í bikiní við messu á sunnudegi í janúar í íslenskri kirkju, en það er ekkert að því að mæta í þeirri múnderingu í sundlaugina...o.s.frv.
Og það sér hver sá sem vill sjá að umræða eins og er að hluta til á Barnalandi á engan veginn heima á léni sem heitir barnaland.is. Það passar svona álíka illa og að ég færi að messa námskráfræði yfir kassadömunum í Bónus á góðum föstudegi... sem segir ekkert um það að námskráfræði séu ekki góð og gild fræði (jafnt fyrir kassaqdömur sem aðra) ... :-)
en eiga bara kannski ekki heima við kassana í Bónus kl. 5 á föstudegi frekar en hluti af umræðunni sem á sér stað inn á BARNALANDI á ekki heima þar inni.
Þarf ekki að ræða það meir :-)
Miðvikudagur 31. ágúst 2005 kl. 16:36
Tryggvi.
Bara smá moli um sögu barnalands en þegar vefurinn byrjaði þá var umræða en ekki hægt að gera heimasíður fyrir börnin, það kom seinna þannig að vefurinn byggðist ekki upp í kringum heimasíður barnanna..
Gott hjá þér að skrá þig, átt örugglega eftir að eiga í skemmtilegum rökræðum um allt milli himins og jarðar, átt sjálfsagt eftir að sjá eitthvað neikvætt en þegar þú ert farin að nota umræðuna af einhverju viti þá sérðu að það er mun meira jákvætt en neikvætt þar.
Hlakka til að "sjá" þig á barnalandi.
Miðvikudagur 31. ágúst 2005 kl. 17:12
Eftir að hafa lesið yfir þessi comment hérna þá hef ég áhyggjur af þér Valdís. Ertu nokkuð kynferðislega bæld? Það kemur oft úr í svona tepruskap:)
Að fólk skuli nenna að gera sig vitlaust yfir meinfyndni umræðu á Barnalandi. Er ekki bara málið að sýna smá þor og taka þátt í umræðunni:)
Miðvikudagur 31. ágúst 2005 kl. 18:30
Til hamingju með þína 15 mínútna frægð lára. þér tókst það
Miðvikudagur 31. ágúst 2005 kl. 19:00
Er ekki í lagi með fólk? Ég er kannski svona vitlaus en ég get ekki ýmindað mér að það skipti neinu máli hvort að síðan heitir soraland.is, gribbuland.is, mömmuland.is eða hvað, ef að einhver hefur áhuga á því að lesa umræðurnar þá gerir viðkomandi það. Ef að það eru einhver börn sem að hafa komist upp á lagið með það að lesa umræðurnar á barnalandi þá eiga þau ekki eftir að verða í vandræðum að finna hana, hvar sem hún er hýst. Þú finnur það sem þú vilt finna á netinu og lest nákvæmlega það sem þú vilt lesa, sama hvort að þú ert 12 ára eða 40 ára. Ég efa það stórlega að börn sem að "slysast" inn á barnalandsspjallið nenni að eyða tímanum í að lesa eitthvað þar heldur forði sér snögglega þaðan í burtu.
Það hlýtur að segja sig sjálft að þeir lesa spjallið sem að hafa áhuga á því, aðrir ekki.
Miðvikudagur 31. ágúst 2005 kl. 19:05
Barnið mitt VAR með heimasíðu á barnaland.is. Síðan sáum ég og sambýliskona mín umræðuna sem viðgengst á barnalandi og vorum ekki sátt við að halda úti heimasíðu fyrir barnið okkar sem ættingjar heimsæktu með valkost á því að þeir sæu svo einhverja gróu á leiti umræðu eða þaðan af verra.
Fólk hefur alltaf valkost ef það er ósátt eins og við vorum, og það er að hætta að hýsa þarna.
Þeir sem vilja stunda einhverjar annarlegar umræður geta vel verið í friði þarna fyrir okkur, svo lengi náttúrulega sem það bitnar ekki á börnum ekki satt?
Miðvikudagur 31. ágúst 2005 kl. 20:23
Ja, hérna. Þvílík viðbrögð. Ég hef aldrei komið nálægt spjallþráðum þó ég sé talsvert á netinu og er bara gjörsamlega orðlaus, áttaði mig ekki á að fullorðið fólk væri svona ruddalegt árið 2005.
Styð þetta framtak þitt að fullu kæra sys. Allt á sinn stað.
Miðvikudagur 31. ágúst 2005 kl. 20:31
Ég var nú eiginlega búin að fá nóg í gær af þessum rifrildum, en vil bara segja enn og aftur að ég styð þetta framtak Láru að fullu, hef enda fengið að heyra það á barnalandi.is. Held þær séu nú orðnar vissar um að ég sé Lára, en þær um það.
Það sem mig langar aðeins að nefna hér er að ef slegið er upp á Leit.is eða Google eða öðrum leitarvélum "barnaland.is", þá kemur alltaf "barnaland.is, heimur barnsins á netinu". Það sem viðgengst þarna hjá sumum sem stunda þessar umræður á barnalandi á bara alls ekkert skylt við börn.
Miðvikudagur 31. ágúst 2005 kl. 22:25
Þetta er mál sem kemur upp aftur og aftur og aftur og tengist aðallega misskilningi á því hvað má og hvað má ekki skrifa og birta opinberlega, sérstaklega undir nafnleynd eða dulnefni. Einhverra hluta vegna líta sumir á dulnefni sem veiðileyfi á náungann og gerast full skotdjarfir.
En nafnleynd þýðir einfaldlega að umsjónarmaður vefsins ber ábyrgð á því sem þar fer fram og fari einhver yfir strikið fræga ber honum skylda til að grípa inn í. Í þessu tilfelli er þetta birt undir hatti Moggans, sem hefur hingað til staðið sig með prýði í þessum málum og vonandi að svo verði áfram.
Við höfum haft ágæt samskipti við Barnalandsfólk, bæði notendur og stjórnendur og óskum þeim alls hins besta. En svona skammir, svívirðingar og dónaskapur hitta því miður ekki bara þá fyrir sem þeim beita, heldur aðra líka og væri óskandi að þeir sem sjá ekki aðra leið til að leggja áherslu á mál sitt en fúkyrðaflaum gerðu það bara í einrúmi og héldu honum þannig út af fyrir sig.
Hvað varðar almennar umræður og birtingu efnis á netinu þá er alveg lygilegur munur á því hvað menn leyfa sér minna ef hægt er að rekja það til heimahúsanna. Jafnvel þótt menn geti komið fram undir dulnefni, ef menn vita að einhver, einhvers staðar veit hver maður er, þá halda menn sér frekar á mottunni og vaða ekki um allt á skítugum skónum.
Annars kenndi ágæt kona mér einu sinni gott húsráð, ef maður er að missa sig í einhverjum ham út af einhverju; að spyrja sig áður en maður lætur eitthvað flakka "Hvað segir mamma þín þegar þú lætur svona?".
Miðvikudagur 31. ágúst 2005 kl. 22:40
Hótarnir um handrukkun á Barnaland.is
Miðvikudagur 1 júni 2005 bls 12 DV
Mæður á barnalandi hóta konu barsmíðum borgi hún ekki lán sem hún fékk hjá miskunnarsömum Samverja fyrir jólin. Þolinmæði miskunnsama Samverjans er á þrotum og biður um hjálp við að innheimta lánið. Mæður vilja handrukka skuldarann.
"Senda bara handrukkara á kelluna" segir manneskja sem kallar sig johanna97 á barnalandi.is og fleiri taka undir með henni og beiðni Harpo, en hún lánaði bláókunngri manneskju 20 þúsund fyrir síðustu jól eftir að viðkomandi hafði kvartað um peningaleysi á síðunni. Harpo hefur ekki enn fengið skuldina greidd, þrátt fyrir ítrekuð loforð og hefur nú beðið konurnar á barnalandi um hjálp við að innheimta.
Söfnum liði og lemjum hana.
Konurnar á barnalandi taka flestar vel í beiðni Harpo og hefur myndast mikill múgæsingur og er þeim sem fékk lánið hótað öllu illu fari hún ekki að borga skuld sína. "Til hvers að hlífa henni" segi ingabina og Rakel Rós bætr við að þær eigi að safna liði og redda þessu og á þá líklega við einhvers konar handrukkun. "Skelltu bara nafninu hennar hérna inn og við förum allar með þér og kennum þessari gellu hvernig á að koma fram við aðra" segir loðbrók og bætir við að hún muni safna liði og lemja þessa manneskju.
Barnaland.is var í upphafi vefur um börn, en virðist nú snúast að mestu leiti um baktal og hótanir, segir í DV.
Ekki tekin út.
Miðvikudagur 31. ágúst 2005 kl. 23:35
úff... forræðishyggjan er algjör. Ef þú vilt ekki lesa þetta slepptu því þá. Ef þú heldur að þetta sé ekki gott fyrir börn lokaðu þá síðunni fyrir þeim. Treystu svo öðrum foreldrum til að passa að börnin þeirra komist ekki í það "slæma" á netinu.
Eða telur þú þig færara að meta hvað er holt og gott fyrir einstaklinga heldurinn einstaklingurinn sjalfur?
Miðvikudagur 31. ágúst 2005 kl. 23:51
Og Jenny þú heldur að þetta sé grafalvarleg umræða með mikla meiningu ? Ekki það að þessi umræða var algjör vitleysa, en að fólk skuli taka hana alvarlega finnst mér alveg merkilegt. Og að það skuli einhver tepra vera að gera aths. vegna OFF umræðunnar það segir bara mest um manneskjuna sjálfa. *Dæs* hvað fólk getur verið skrýtið.
I rest my case.
Fimmtudagur 1. september 2005 kl. 08:43
Liðinn er sá tími sem hægt er að gefa sitt álit. Hafðu samband ef þú vilt koma einhverju á framfæri