Þankar um svör við síðari spurningalista
Valkostur um fartölvubekk virðist hafa lítil sem engin áhrif á val á skóla. Nemendur eru ánægðir að hafa haft þennan valkost (enda völdu þeir bekkinn og ekki komust allir að sem vildu).
Flestir nemendur segjast hafa ráðið því sjálfir hvort þeir velji fartölvubekk en gera það í samráði við foreldra. Sumir foreldrar hvetja nemendur til að fara í fartölvubekk.
Fáir nemendur virðast hafa gert sér hugmyndir um hvað það þýddi að vera í fartölvubekk.
Nemendur eru jákvæðir og telja að þeir og skólinn læri af fartölvubekkjum og þó eitthvað gangi erfiðlega þá beri að læra af því.
Nemendur eru afar viðkvæmir fyrir því að vera kölluð "nörd". Þau eru einnig afar viðkvæm fyrir því hvað kennarar segja um þau með fartölvur. Þetta kom skýrt fram í bekkjarviðtali og var þetta gríðarlegt tilfinningamál.
Námsefni á Neti er þeim afar hugleikið og virðist krafa þeirra sterk að hafa námsgögnin í tölvunni.
©Lára Stefánsdóttir, febrúar 2002