Verið velkomin,
þessar síður fjalla um aðferðafræði fjarkennslu, trú viðfangsefninu verður þessi hluti í fjarkennslu og vil ég biðja ykkur að fylgjast vel með ykkur sjálfum sem námsmönnum um leið og þið fáist við aðferðafræðina. Meginviðfangsefni þessa námsþáttar er að þátttakendur:
Námsmat verður byggt á hversu vel nemandinn:
Segja má að aðferðafræði fjarkennslu flokkist í tvo meginþætti, kennslufræði og verkfæri. Með verkfærum á ég við þann hugbúnað sem nýttur er til náms í fjarkennslunni en með kennslufræði þær kennsluaðferðir sem kennarinn notar og leiðir stundum til mismunandi námsaðferða nemenda.
Ég mun ekki sökkva mér í verkfæraþáttinn heldur beina sjónum fremur að kennslufræðinni og þeim aðferðum sem kennarinn getur beitt.
Nemendur geta haft samband við mig á meðan á námskeiðinu stendur í tölvupósti á netfanginu lara@ismennt.is eða lara@lara.is, í síma 461-4761 sem og í farsíma 896-3357. Ef ykkur reynist erfitt að ná á mér í síma er glúrið að senda mér tölvupóst og ég get hringt í ykkur.
Ég hlakka síðan til að kynnast ykkur og hugmyndum ykkar á þessu sviði.
Kær kveðja
Lára
©Lára Stefánsdóttir, 2002