20. janúar - 20. febrúar 2002

Munið að taka vel eftir því hvert umfang hvers hluta á að vera. Hægt er að eyða miklum mun meiri tíma í hvern þátt og er nemendum það auðvitað í sjálfsvald sett. Hinsvegar geri ég ekki ráð fyrir meiri tíma og reikna með viðbrögðum frá nemendum miðað við þessa tímalengd. Nemendum og kennurum í fjarnámi hættir til að vera óvarkárir varðandi umfang viðfangsefna, nemendur telja kennara vilja fá miklum mun meira en kennarinn ætlast til. Hér er nemendum treyst fyrir því að skipuleggja tíma sinn vel og hafa skilaverkefni sín ekki umfangsmeiri en svo að eðlilegt má teljast innan þessara tímamarka. 

Allar umræður fara fram á póstlistum, hópnum er skipt í tvennt og hefur fyrri hópurinn netfangið fjar1hi@fa.is en hinn fjar2hi@fa.is einhver ykkar eruð með tvö netföng og því gæti verið að þið hafið lent á báðum listunum. Látið mig vita og ég bið um að þið séuð felld út af öðrum listanum.

Dagsetningar Lýsing Umfang
1. hluti
20.-26. janúar
Almennt: Rætt um fyrirkomulag námskeiðshlutans, lengd, aðferðir, innihald o.fl.
Skil: Verkefni 1. Skil fyrri hluta 23. janúar, seinni hluta 26. janúar)
Um 4. klst
2. hluti
27. janúar - 1. febrúar
Skil: Verkefni 2. Skil fyrri hluta 29. janúar, seinni hluta 1. febrúar) Um 4. klst.
3. hluti
2. - 10. febrúar
Skil: Verkefni 3. Skil 10. febrúar Um 8 klst.
4. hluti
11.-15. febrúar
Skil: Verkefni 4. Skil 15. febrúar Um 3. klst.
5. hluti
16.-20. febrúar
Skil: Bréf um að vera fjarnámsnemandi og góð ráð. Skil 20. febrúar. Um 1. klst.

©Lára Stefánsdóttir, 2002